Innlent

Heilbrigðiseftirlit mælir gegn ylströnd

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Áform um að koma upp ylströnd eins og þessari við Urriðavatn nærri Fellabæ eru í uppnámi.
Áform um að koma upp ylströnd eins og þessari við Urriðavatn nærri Fellabæ eru í uppnámi. Fréttablaðið/Vilhelm
Áform um að útbúa nýja ylströnd við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði hafa siglt í strand í bili.

Hitaveita Egilsstaða og Fella lét vinna fyrir sig skýrslu þar sem fram kemur að ekki séu neinar líkur á að starfsemi tengd ylströnd geti haft áhrif á vinnsluvatn fyrirtæksins við Urriðavatn.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands segist hins vegar ekki geta mælt með framkvæmdinni þar sem í starfsleyfi hitaveitunnar vegna neysluvatnsveitu sé grannsvæði vatnsbólsins skilgreint „við efstu flóðamörk Urriðavatns“. Til þess að ylströndin geti orðið að veruleika þyrfti sveitarfélagið að breyta starfsleyfi hitaveitunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×