Innlent

Fékk fimm auka daga í íbúðinni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Eftirmál sveitarstjóraskipta voru rædd á sveitarstjórnarfundi Langanesbyggðar á Þórshöfn.
Eftirmál sveitarstjóraskipta voru rædd á sveitarstjórnarfundi Langanesbyggðar á Þórshöfn. Fréttablaðið/Pjetur
„Ekki veit ég hvað er verið að eltast við með þessari formlegu fyrirspurn en það hefði verið í lófa lagið að spyrja beint út í þessa þætti,“ segir í bókun Siggeirs Stefánssonar, fyrrverandi oddvita Langanesbyggðar, vegna fyrirspurnar á sveitarstjórnarfundi um starfslokasamning við fyrrverandi sveitarstjóra.

Siggeir sagði að sveitarstjórinn hefði meðal annars fengið að halda íbúð í fimm auka daga, 30 þúsund króna styrk til að flytja og haldið tölvu og farsíma. Samninginn megi meta á 115 þúsund krónur „sem er ekki mikill kostnaður fyrir góðan mann sem var að vinna að heilindum fyrir samfélagið.“- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×