Landspítali þarf meira fé Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2014 07:15 Páll Matthíasson segir að jákvæða þætti sé að finna í fjárlagafrumvarpinu en spítalinn þurfi meira fé. fréttablaðið/vilhelm Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss verði 44,98 milljarðar króna og hækki um 1,95 milljarða króna að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum frá gildandi fjárlögum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að enn þá sé Landspítalinn að fá um 10% minna fé úr ríkissjóði en hann gerði árið 2008 miðað við fast verðlag. „Staðreyndin er sú að við þurfum meira, bæði í rekstrargrunn og ekki síður í viðhald húsnæðis sem hefur verið ábótavant,“ segir Páll Matthíasson. Hann segir þó jákvæða þætti vera í fjárlagafrumvarpinu. „Það er vissulega gott að sjá að ríkisstjórnin stendur við tækjakaupaáætlun sína, sem lagt var upp með, á næsta ári. En það er ljóst að miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna þá skortir enn upp á rekstrargrundvöll,“ segir Páll. Þarna séu ýmsar ástæður að baki. „Auk meira álags þá skortir meðal annars verulega upp á að við fáum kjarasamningsbundnar hækkanir á launum að fullu bættar,“ segir hann. Þessar kjarabætur séu því teknar af rekstrarfé Landspítalans. Einnig sé fjárveiting til viðhalds húsnæðis ekki í neinu samræmi við þörfina. „Í heildina skortir okkur um fjögur prósent í viðbót til að rekstrargrunnur sé í samræmi við verkefnin og til að hægt sé að sinna bráðaviðhaldi húsnæðis. Á síðasta ári mætti Landspítali miklum skilningi Alþingis og við treystum því að svo verði einnig að þessu sinni og Alþingi veiti Landspítala fjárveitingar sem duga til að sinna lögbundnum verkefnum og standast fjárlög.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Sjá meira
Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss verði 44,98 milljarðar króna og hækki um 1,95 milljarða króna að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum frá gildandi fjárlögum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að enn þá sé Landspítalinn að fá um 10% minna fé úr ríkissjóði en hann gerði árið 2008 miðað við fast verðlag. „Staðreyndin er sú að við þurfum meira, bæði í rekstrargrunn og ekki síður í viðhald húsnæðis sem hefur verið ábótavant,“ segir Páll Matthíasson. Hann segir þó jákvæða þætti vera í fjárlagafrumvarpinu. „Það er vissulega gott að sjá að ríkisstjórnin stendur við tækjakaupaáætlun sína, sem lagt var upp með, á næsta ári. En það er ljóst að miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna þá skortir enn upp á rekstrargrundvöll,“ segir Páll. Þarna séu ýmsar ástæður að baki. „Auk meira álags þá skortir meðal annars verulega upp á að við fáum kjarasamningsbundnar hækkanir á launum að fullu bættar,“ segir hann. Þessar kjarabætur séu því teknar af rekstrarfé Landspítalans. Einnig sé fjárveiting til viðhalds húsnæðis ekki í neinu samræmi við þörfina. „Í heildina skortir okkur um fjögur prósent í viðbót til að rekstrargrunnur sé í samræmi við verkefnin og til að hægt sé að sinna bráðaviðhaldi húsnæðis. Á síðasta ári mætti Landspítali miklum skilningi Alþingis og við treystum því að svo verði einnig að þessu sinni og Alþingi veiti Landspítala fjárveitingar sem duga til að sinna lögbundnum verkefnum og standast fjárlög.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Sjá meira