Innlent

Prinsessan fær rósir og platta

Freyr Bjarnason skrifar
Katrín hertogaynja vígði skipið fyrir rúmu ári.
Katrín hertogaynja vígði skipið fyrir rúmu ári. Mynd/Princess Cruises
Stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands í sumar, Royal Princess, leggst að bryggju við Skarfabakka klukkan átta á sunnudagsmorgun.

Það er 139 þúsund brúttótonn og tekur yfir 3.500 farþega. Katrín, hertogaynja af Cambridge, vígði skipið fyrir rúmi ári.

Aðspurður segir Ágúst Ágústsson hjá Faxaflóahöfnum að í tilefni af komunni verði talað við skipstjórann og honum færður platti, eins og alltaf þegar skip leggur að bryggju í fyrsta sinn.

„Svo ætlum við að vera með fallega konu á hafnarbakkanum í skautbúningi og hún hendir rósum í sjóinn þegar skipið kemur,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×