Hallarbylting var gerð á hluthafafundi DV í gær Ingvar haraldsson skrifar 6. september 2014 09:30 Reynir Traustason, ritstjóri DV, heilsar Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni Björns Leifssonar í World Class. vísir/anton brink Ný stjórn var kjörin á hluthafafundi útgáfufélags DV sem lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þorsteinn Guðnason var kjörinn stjórnarformaður. Með honum í stjórn sitja Lilja Skaftadóttir, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Ólafur Magnússon og Björgvin Þorsteinsson. Þeir stjórnarmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að ekki sé búið að taka ákvörðun um ráðningu nýs ritstjóra. Fundurinn í gær var framhald fundar sem hófst á föstudaginn í síðustu viku en var frestað um viku vegna deilna um ársreikning félagsins. Deilt var um fjölmörg efnisatriði á fundinum sem hófst klukkan fimm. Umboð fundarmanna sem á fundinum sátu voru grandskoðuð til að ganga úr skugga um að einungis eigendur hlutafjár í DV sætu fundinn. Reynir Traustason ritstjóri sagði eftir fundinn við Fréttablaðið að það væri léttir að komin væri niðurstaða í málið. „Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ sagði Reynir. Hann segir að ný stjórn hafi verið kjörin með mjög naumum meirihluta, einungis einu prósenti. Blaðamenn á DV eru uggandi yfir niðurstöðunni. „Við höfum áhyggjur því að við vitum ekki hvaða aðilar eru að taka blaðið yfir eða af hverju. Þeir tala um að þeir ætli ekki að hafa áhrif á ritstjórnarstefnuna en Björn Leifsson var í þessum hópi og hann hefur gefið út að hann hafi keypt hluti í félaginu með það að markmiði að skipta ritstjóranum út,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, aðstoðarritstjóri blaðsins. Reynir hefur notið mikils stuðnings starfsmanna á blaðinu og starfsmenn DV sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissuna erfiða. Þeir vilja hins vegar ekki gefa upp hvort þeir hyggist segja upp störfum hætti Reynir sem ritstjóri. „Reynir hefur reynst okkur vel,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, og bætir við að „það er svo sannarlega ekki á færi hvers sem er að ritstýra blaðinu jafn vel og hann hefur gert.“ Jón Bjarki Magnússon, sem einnig er blaðamaður á DV, segir óvissu um framtíð blaðsins vera óþægilega. „Vikan er búin að vera erfið eins og gefur að skilja. Það er svolítið furðulegt að bíða bara og sjá hvað gerist.“ Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Ný stjórn var kjörin á hluthafafundi útgáfufélags DV sem lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þorsteinn Guðnason var kjörinn stjórnarformaður. Með honum í stjórn sitja Lilja Skaftadóttir, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Ólafur Magnússon og Björgvin Þorsteinsson. Þeir stjórnarmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að ekki sé búið að taka ákvörðun um ráðningu nýs ritstjóra. Fundurinn í gær var framhald fundar sem hófst á föstudaginn í síðustu viku en var frestað um viku vegna deilna um ársreikning félagsins. Deilt var um fjölmörg efnisatriði á fundinum sem hófst klukkan fimm. Umboð fundarmanna sem á fundinum sátu voru grandskoðuð til að ganga úr skugga um að einungis eigendur hlutafjár í DV sætu fundinn. Reynir Traustason ritstjóri sagði eftir fundinn við Fréttablaðið að það væri léttir að komin væri niðurstaða í málið. „Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ sagði Reynir. Hann segir að ný stjórn hafi verið kjörin með mjög naumum meirihluta, einungis einu prósenti. Blaðamenn á DV eru uggandi yfir niðurstöðunni. „Við höfum áhyggjur því að við vitum ekki hvaða aðilar eru að taka blaðið yfir eða af hverju. Þeir tala um að þeir ætli ekki að hafa áhrif á ritstjórnarstefnuna en Björn Leifsson var í þessum hópi og hann hefur gefið út að hann hafi keypt hluti í félaginu með það að markmiði að skipta ritstjóranum út,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, aðstoðarritstjóri blaðsins. Reynir hefur notið mikils stuðnings starfsmanna á blaðinu og starfsmenn DV sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissuna erfiða. Þeir vilja hins vegar ekki gefa upp hvort þeir hyggist segja upp störfum hætti Reynir sem ritstjóri. „Reynir hefur reynst okkur vel,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, og bætir við að „það er svo sannarlega ekki á færi hvers sem er að ritstýra blaðinu jafn vel og hann hefur gert.“ Jón Bjarki Magnússon, sem einnig er blaðamaður á DV, segir óvissu um framtíð blaðsins vera óþægilega. „Vikan er búin að vera erfið eins og gefur að skilja. Það er svolítið furðulegt að bíða bara og sjá hvað gerist.“
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira