Segja að íbúum stafi ekki hætta af mengun álversins Haraldur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2014 08:00 Umhverfisstofnun hefur fylgst með þróun flúormengunarinnar í Reyðarfirði frá árinu 2012 þegar losun álversins fór yfir leyfileg mörk samkvæmt starfsleyfi. Vísir/Valli „Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúorlosunarinnar,“ segir Eiður Ragnarsson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Nefndin fundaði á mánudag um áhrif flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Þar var farið yfir niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar. Þær sýna að flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunarmörkum í sumar á nokkrum stöðum utan þynningarsvæðis álversins, þriðja árið í röð. „Það hafa farið fram fjórar mælingar af sex í grasi og fyrstu niðurstöðurnar sem komu í júní voru töluvert háar. Þessi háu gildi hafa farið lækkandi í júlí,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hún segir veðurfar í júní hafa leitt til aukinnar uppsöfnunar flúors á nokkrum stöðum í firðinum. „Þótt mælingarnar hafi vissulega verið vonbrigði, og öll gildi verið hærri og allt of há í raun og veru, þá eru öll meðaltöl og viðmiðunarmörk undir því sem getur talist hættulegt mannfólki. Ein mæling á einum stað segir ekki alla söguna og er ekki stóri dómur í þessu,“ segir Eiður. Í frétt sem birtist á vef Matvælastofnunar í fyrradag er tekið fram að ástæða sé til að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði. Styrkur flúors í blöðum plantna og í andrúmslofti hafi hækkað en niðurstöður eftirlits sýni þó að fræ, ber og rætur innihaldi lítið magn. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta matjurtirnar. Einnig er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu afurða dýra sem alin eru á svæðinu. Síðasta haust mældist flúor í sauðfé frá bænum Sléttu í Reyðarfirði rétt undir hættumörkum. Í bókun umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um fundinn á mánudag segir að fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hafi „ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð“. „Fréttir af þessum mælingum hafa vakið umtal og vangaveltur um það hvort starfsemi fyrirtækisins sé að ganga eins og eðlilegt þætti eða hvort það sé eitthvað sem þarf að laga. Því verður haldinn fundur í haust með íbúum þar sem farið verður yfir þessar mælingar og niðurstöður þeirra,“ segir Eiður. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúorlosunarinnar,“ segir Eiður Ragnarsson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Nefndin fundaði á mánudag um áhrif flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Þar var farið yfir niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar. Þær sýna að flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunarmörkum í sumar á nokkrum stöðum utan þynningarsvæðis álversins, þriðja árið í röð. „Það hafa farið fram fjórar mælingar af sex í grasi og fyrstu niðurstöðurnar sem komu í júní voru töluvert háar. Þessi háu gildi hafa farið lækkandi í júlí,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hún segir veðurfar í júní hafa leitt til aukinnar uppsöfnunar flúors á nokkrum stöðum í firðinum. „Þótt mælingarnar hafi vissulega verið vonbrigði, og öll gildi verið hærri og allt of há í raun og veru, þá eru öll meðaltöl og viðmiðunarmörk undir því sem getur talist hættulegt mannfólki. Ein mæling á einum stað segir ekki alla söguna og er ekki stóri dómur í þessu,“ segir Eiður. Í frétt sem birtist á vef Matvælastofnunar í fyrradag er tekið fram að ástæða sé til að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði. Styrkur flúors í blöðum plantna og í andrúmslofti hafi hækkað en niðurstöður eftirlits sýni þó að fræ, ber og rætur innihaldi lítið magn. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta matjurtirnar. Einnig er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu afurða dýra sem alin eru á svæðinu. Síðasta haust mældist flúor í sauðfé frá bænum Sléttu í Reyðarfirði rétt undir hættumörkum. Í bókun umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um fundinn á mánudag segir að fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hafi „ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð“. „Fréttir af þessum mælingum hafa vakið umtal og vangaveltur um það hvort starfsemi fyrirtækisins sé að ganga eins og eðlilegt þætti eða hvort það sé eitthvað sem þarf að laga. Því verður haldinn fundur í haust með íbúum þar sem farið verður yfir þessar mælingar og niðurstöður þeirra,“ segir Eiður.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira