Segja að íbúum stafi ekki hætta af mengun álversins Haraldur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2014 08:00 Umhverfisstofnun hefur fylgst með þróun flúormengunarinnar í Reyðarfirði frá árinu 2012 þegar losun álversins fór yfir leyfileg mörk samkvæmt starfsleyfi. Vísir/Valli „Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúorlosunarinnar,“ segir Eiður Ragnarsson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Nefndin fundaði á mánudag um áhrif flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Þar var farið yfir niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar. Þær sýna að flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunarmörkum í sumar á nokkrum stöðum utan þynningarsvæðis álversins, þriðja árið í röð. „Það hafa farið fram fjórar mælingar af sex í grasi og fyrstu niðurstöðurnar sem komu í júní voru töluvert háar. Þessi háu gildi hafa farið lækkandi í júlí,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hún segir veðurfar í júní hafa leitt til aukinnar uppsöfnunar flúors á nokkrum stöðum í firðinum. „Þótt mælingarnar hafi vissulega verið vonbrigði, og öll gildi verið hærri og allt of há í raun og veru, þá eru öll meðaltöl og viðmiðunarmörk undir því sem getur talist hættulegt mannfólki. Ein mæling á einum stað segir ekki alla söguna og er ekki stóri dómur í þessu,“ segir Eiður. Í frétt sem birtist á vef Matvælastofnunar í fyrradag er tekið fram að ástæða sé til að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði. Styrkur flúors í blöðum plantna og í andrúmslofti hafi hækkað en niðurstöður eftirlits sýni þó að fræ, ber og rætur innihaldi lítið magn. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta matjurtirnar. Einnig er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu afurða dýra sem alin eru á svæðinu. Síðasta haust mældist flúor í sauðfé frá bænum Sléttu í Reyðarfirði rétt undir hættumörkum. Í bókun umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um fundinn á mánudag segir að fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hafi „ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð“. „Fréttir af þessum mælingum hafa vakið umtal og vangaveltur um það hvort starfsemi fyrirtækisins sé að ganga eins og eðlilegt þætti eða hvort það sé eitthvað sem þarf að laga. Því verður haldinn fundur í haust með íbúum þar sem farið verður yfir þessar mælingar og niðurstöður þeirra,“ segir Eiður. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
„Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúorlosunarinnar,“ segir Eiður Ragnarsson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Nefndin fundaði á mánudag um áhrif flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Þar var farið yfir niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar. Þær sýna að flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunarmörkum í sumar á nokkrum stöðum utan þynningarsvæðis álversins, þriðja árið í röð. „Það hafa farið fram fjórar mælingar af sex í grasi og fyrstu niðurstöðurnar sem komu í júní voru töluvert háar. Þessi háu gildi hafa farið lækkandi í júlí,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hún segir veðurfar í júní hafa leitt til aukinnar uppsöfnunar flúors á nokkrum stöðum í firðinum. „Þótt mælingarnar hafi vissulega verið vonbrigði, og öll gildi verið hærri og allt of há í raun og veru, þá eru öll meðaltöl og viðmiðunarmörk undir því sem getur talist hættulegt mannfólki. Ein mæling á einum stað segir ekki alla söguna og er ekki stóri dómur í þessu,“ segir Eiður. Í frétt sem birtist á vef Matvælastofnunar í fyrradag er tekið fram að ástæða sé til að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði. Styrkur flúors í blöðum plantna og í andrúmslofti hafi hækkað en niðurstöður eftirlits sýni þó að fræ, ber og rætur innihaldi lítið magn. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta matjurtirnar. Einnig er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu afurða dýra sem alin eru á svæðinu. Síðasta haust mældist flúor í sauðfé frá bænum Sléttu í Reyðarfirði rétt undir hættumörkum. Í bókun umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um fundinn á mánudag segir að fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hafi „ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð“. „Fréttir af þessum mælingum hafa vakið umtal og vangaveltur um það hvort starfsemi fyrirtækisins sé að ganga eins og eðlilegt þætti eða hvort það sé eitthvað sem þarf að laga. Því verður haldinn fundur í haust með íbúum þar sem farið verður yfir þessar mælingar og niðurstöður þeirra,“ segir Eiður.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira