Segja að íbúum stafi ekki hætta af mengun álversins Haraldur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2014 08:00 Umhverfisstofnun hefur fylgst með þróun flúormengunarinnar í Reyðarfirði frá árinu 2012 þegar losun álversins fór yfir leyfileg mörk samkvæmt starfsleyfi. Vísir/Valli „Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúorlosunarinnar,“ segir Eiður Ragnarsson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Nefndin fundaði á mánudag um áhrif flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Þar var farið yfir niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar. Þær sýna að flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunarmörkum í sumar á nokkrum stöðum utan þynningarsvæðis álversins, þriðja árið í röð. „Það hafa farið fram fjórar mælingar af sex í grasi og fyrstu niðurstöðurnar sem komu í júní voru töluvert háar. Þessi háu gildi hafa farið lækkandi í júlí,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hún segir veðurfar í júní hafa leitt til aukinnar uppsöfnunar flúors á nokkrum stöðum í firðinum. „Þótt mælingarnar hafi vissulega verið vonbrigði, og öll gildi verið hærri og allt of há í raun og veru, þá eru öll meðaltöl og viðmiðunarmörk undir því sem getur talist hættulegt mannfólki. Ein mæling á einum stað segir ekki alla söguna og er ekki stóri dómur í þessu,“ segir Eiður. Í frétt sem birtist á vef Matvælastofnunar í fyrradag er tekið fram að ástæða sé til að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði. Styrkur flúors í blöðum plantna og í andrúmslofti hafi hækkað en niðurstöður eftirlits sýni þó að fræ, ber og rætur innihaldi lítið magn. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta matjurtirnar. Einnig er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu afurða dýra sem alin eru á svæðinu. Síðasta haust mældist flúor í sauðfé frá bænum Sléttu í Reyðarfirði rétt undir hættumörkum. Í bókun umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um fundinn á mánudag segir að fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hafi „ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð“. „Fréttir af þessum mælingum hafa vakið umtal og vangaveltur um það hvort starfsemi fyrirtækisins sé að ganga eins og eðlilegt þætti eða hvort það sé eitthvað sem þarf að laga. Því verður haldinn fundur í haust með íbúum þar sem farið verður yfir þessar mælingar og niðurstöður þeirra,“ segir Eiður. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúorlosunarinnar,“ segir Eiður Ragnarsson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Nefndin fundaði á mánudag um áhrif flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Þar var farið yfir niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar. Þær sýna að flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunarmörkum í sumar á nokkrum stöðum utan þynningarsvæðis álversins, þriðja árið í röð. „Það hafa farið fram fjórar mælingar af sex í grasi og fyrstu niðurstöðurnar sem komu í júní voru töluvert háar. Þessi háu gildi hafa farið lækkandi í júlí,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hún segir veðurfar í júní hafa leitt til aukinnar uppsöfnunar flúors á nokkrum stöðum í firðinum. „Þótt mælingarnar hafi vissulega verið vonbrigði, og öll gildi verið hærri og allt of há í raun og veru, þá eru öll meðaltöl og viðmiðunarmörk undir því sem getur talist hættulegt mannfólki. Ein mæling á einum stað segir ekki alla söguna og er ekki stóri dómur í þessu,“ segir Eiður. Í frétt sem birtist á vef Matvælastofnunar í fyrradag er tekið fram að ástæða sé til að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði. Styrkur flúors í blöðum plantna og í andrúmslofti hafi hækkað en niðurstöður eftirlits sýni þó að fræ, ber og rætur innihaldi lítið magn. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta matjurtirnar. Einnig er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu afurða dýra sem alin eru á svæðinu. Síðasta haust mældist flúor í sauðfé frá bænum Sléttu í Reyðarfirði rétt undir hættumörkum. Í bókun umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um fundinn á mánudag segir að fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hafi „ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð“. „Fréttir af þessum mælingum hafa vakið umtal og vangaveltur um það hvort starfsemi fyrirtækisins sé að ganga eins og eðlilegt þætti eða hvort það sé eitthvað sem þarf að laga. Því verður haldinn fundur í haust með íbúum þar sem farið verður yfir þessar mælingar og niðurstöður þeirra,“ segir Eiður.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira