Innlent

Hafa útilokað tvo skaðvalda

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Æðarkolla. Þegar villtir fuglar drepast í hrönnum kannar MAST hvort fuglaflensa hafi komið upp.
Æðarkolla. Þegar villtir fuglar drepast í hrönnum kannar MAST hvort fuglaflensa hafi komið upp. Fréttablaðið/Stefán
Rannsókn á sýnum úr dauðum æðarfuglum frá Rifi sýna að hvorki fuglaflensa né bótúlismi varð þeim að aldurtila. Fjögur hræ sem send vóru í krufningu á Keldum sýndu þó öll ummerki um blóðsýkingu.

Æðarbóndi varð í maí og júní á þessu ári var við aukinn dauðföll meðal æðarfugla á á Rifi, en óeðlileg afföll voru líka hjá ritum á svæðinu. Því hafi Rannsóknarsetur HÍ á Snæfellsnesi samband við Matvælastofnun.

Á vef stofnuninarinnar kemur fram að orsök dauðsfallanna sé óþekkt enn. Rannsóknarsetrið rannsaki málið hins vegar frekar með aðstoð sérfræðinga í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×