Innlent

Rakaskemmdir í stúdentahúsum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Rebekka Sigurðardóttir Nóg hefur verið að gera hjá Félagsstofnun stúdenta vegna rakaskemmda þar sem síst skyldi.fréttablaðið/vilhelm
Rebekka Sigurðardóttir Nóg hefur verið að gera hjá Félagsstofnun stúdenta vegna rakaskemmda þar sem síst skyldi.fréttablaðið/vilhelm
Á síðasta ári komu í ljós rakaskemmdir í sjö íbúðum Félagsstofnunnar stúdenta (FS) á Skógarvegi. Íbúðirnar eru í húsum sem tekin voru í notkun áramótin 2009-2010.

„Íbúðirnar voru loftmældar fyrir ári eftir að við fengum ábendingar frá íbúum um raka,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS.

„Niðurstöður úr loftmælingum gáfu tilefni til að skoða sjö íbúðir nánar. Þær voru teknar úr leigu, yfirfarnar og endurnýjaðar og teknar aftur í notkun síðastliðinn vetur. Síðan voru tvær íbúðir mældar aftur í vetur og í framhaldinu teknar úr leigu þar sem við viljum skoða þær nánar.“

Hún segir ekki ljóst hversu mikið tjónið kunni að vera. Nú sé unnið að því með verktaka og hönnuðum að finna leiðir til að fyrirbyggja að svona nokkuð endurtaki sig.

Hún segir enn fremur að nokkrir íbúa hafi fundið fyrir einkennum vegna skemmdanna en mjög misjafnt, en áhrif þeirra á fólk eru afar misjöfn.

FS er með 80 íbúðir í þremur húsum á Skógarvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×