Sveinn Rúnar: Ábyrgð Bandaríkjanna mikil Bjarki Ármannsson skrifar 1. ágúst 2014 09:00 Að sögn lögreglu voru mótmælin í gær þau fjölmennustu sem haldin hafa verið fyrir framan sendiráðið. Vísir/Arnþór/Vilhelm Á þriðja þúsund manns komu saman fyrir framan bandaríska sendiráðið á Laufásvegi í gær til að mótmæla fjárhagslegum og hernaðarlegum stuðningi Bandaríkjamanna við Ísraelsher. Það var félagið Ísland-Palestína sem stóð fyrir samkomunni en nú hafa um 1.300 Palestínumenn látið lífið síðan loftárásir Ísraelsmanna á Gasasvæðið hófust. „Ég er alveg óskaplega þakklátur,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Íslands-Palestínu. Bandaríkjastjórn hefur alla tíð stutt við bakið á Ísraelsmönnum í átökum gegn Palestínu og segir Sveinn að ábyrgð Bandaríkjastjórnar á stöðu mála á Gasa sé mikil. „Enn þann dag í dag byrja ræður leiðtoga Bandaríkjanna á því að endurtaka skilyrðislausan stuðning við Ísrael og árétta rétt ríkisins til að verja sig,“ segir Sveinn. „Aldrei minnist nokkur maður á rétt Palestínu til að verja sig.“ Að ræðuhöldum loknum afhenti Sveinn Rúnar sendiráðinu áskorun til Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Mótmælin fóru friðsamlega fram en óhætt er að segja að viðstaddir hafi látið í sér heyra. „Lögreglan setti þarna upp girðingu, svona sams konar og við Alþingishúsið, og hún er einhvern veginn til þess fallin að slá taktinn til að undirstrika kröfurnar sem ég var nýbúinn að lesa upp,“ segir Sveinn, léttur í bragði. Gasa Tengdar fréttir Bandaríkjamenn fylla á vopnabúr Ísraela Bandaríska varnarmálaráðuneytið kom nýrri vopnasendingu í hendur Ísraelsmanna fyrir um viku. 31. júlí 2014 13:57 Þúsundir sóttu útifundinn: „Stöðvum blóðbaðið“ Talið er að nokkur þúsund manns hafi mætt á útifund Íslands-Palestínu í gær til að mótmæla árásum á Gasasvæðið og sýna samstöðu með Palestínu. 24. júlí 2014 07:45 „Stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning“ Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, 23. júlí 2014 16:00 Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30 Eitt hundrað nýir meðlimir á tíu dögum Undanfarna tíu daga hafa um eitt hundrað manns skráð sig sem meðlimi í félaginu Ísland-Palestína, sem er tæplega 10 prósenta fjölgun félagsmanna. 30. júlí 2014 07:00 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Ísraelsher mikilvægur félagi Bandaríkjanna Lögregla áætlar að um tvö þúsund manns hafi mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna í morgun. 31. júlí 2014 17:25 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Á þriðja þúsund manns komu saman fyrir framan bandaríska sendiráðið á Laufásvegi í gær til að mótmæla fjárhagslegum og hernaðarlegum stuðningi Bandaríkjamanna við Ísraelsher. Það var félagið Ísland-Palestína sem stóð fyrir samkomunni en nú hafa um 1.300 Palestínumenn látið lífið síðan loftárásir Ísraelsmanna á Gasasvæðið hófust. „Ég er alveg óskaplega þakklátur,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Íslands-Palestínu. Bandaríkjastjórn hefur alla tíð stutt við bakið á Ísraelsmönnum í átökum gegn Palestínu og segir Sveinn að ábyrgð Bandaríkjastjórnar á stöðu mála á Gasa sé mikil. „Enn þann dag í dag byrja ræður leiðtoga Bandaríkjanna á því að endurtaka skilyrðislausan stuðning við Ísrael og árétta rétt ríkisins til að verja sig,“ segir Sveinn. „Aldrei minnist nokkur maður á rétt Palestínu til að verja sig.“ Að ræðuhöldum loknum afhenti Sveinn Rúnar sendiráðinu áskorun til Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Mótmælin fóru friðsamlega fram en óhætt er að segja að viðstaddir hafi látið í sér heyra. „Lögreglan setti þarna upp girðingu, svona sams konar og við Alþingishúsið, og hún er einhvern veginn til þess fallin að slá taktinn til að undirstrika kröfurnar sem ég var nýbúinn að lesa upp,“ segir Sveinn, léttur í bragði.
Gasa Tengdar fréttir Bandaríkjamenn fylla á vopnabúr Ísraela Bandaríska varnarmálaráðuneytið kom nýrri vopnasendingu í hendur Ísraelsmanna fyrir um viku. 31. júlí 2014 13:57 Þúsundir sóttu útifundinn: „Stöðvum blóðbaðið“ Talið er að nokkur þúsund manns hafi mætt á útifund Íslands-Palestínu í gær til að mótmæla árásum á Gasasvæðið og sýna samstöðu með Palestínu. 24. júlí 2014 07:45 „Stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning“ Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, 23. júlí 2014 16:00 Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30 Eitt hundrað nýir meðlimir á tíu dögum Undanfarna tíu daga hafa um eitt hundrað manns skráð sig sem meðlimi í félaginu Ísland-Palestína, sem er tæplega 10 prósenta fjölgun félagsmanna. 30. júlí 2014 07:00 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Ísraelsher mikilvægur félagi Bandaríkjanna Lögregla áætlar að um tvö þúsund manns hafi mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna í morgun. 31. júlí 2014 17:25 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Bandaríkjamenn fylla á vopnabúr Ísraela Bandaríska varnarmálaráðuneytið kom nýrri vopnasendingu í hendur Ísraelsmanna fyrir um viku. 31. júlí 2014 13:57
Þúsundir sóttu útifundinn: „Stöðvum blóðbaðið“ Talið er að nokkur þúsund manns hafi mætt á útifund Íslands-Palestínu í gær til að mótmæla árásum á Gasasvæðið og sýna samstöðu með Palestínu. 24. júlí 2014 07:45
„Stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning“ Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, 23. júlí 2014 16:00
Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30
Eitt hundrað nýir meðlimir á tíu dögum Undanfarna tíu daga hafa um eitt hundrað manns skráð sig sem meðlimi í félaginu Ísland-Palestína, sem er tæplega 10 prósenta fjölgun félagsmanna. 30. júlí 2014 07:00
Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09
Ísraelsher mikilvægur félagi Bandaríkjanna Lögregla áætlar að um tvö þúsund manns hafi mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna í morgun. 31. júlí 2014 17:25