Í tilkynningu vegna mótmælanna kemur fram að á árunum 2009 til lok árs 2013 fluttu bandarísk stjórnvöld margvísleg vopn og skotfæri til Ísraels að jafnvirði 773,853,826 Bandaríkjadala. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum um útflutning á hefðbundnum vopnum fluttu bandarísk stjórnvöld jafnframt 596 vopnuð og brynvarin farartæki,141 stór flugskeytakerfi, 192 herflugvélar og 128 herþyrlur, og 3,805 flugskeyti og eldflaugavörpur.
Fyrirhugað var að taka hópmynd af öllum sem mæta ásamt skiltum með skýrum skilaboðum til bandarískra stjórnvalda.
Bandaríkjastjórn hefur alla tíð stutt við bakið á Ísraelsmönnum í átökum gegn Palestínu og Hamas- samtökunum, og hafa oftar en einu sinni beitt neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna ályktana um hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna.
Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að Bandaríkin hafi verndað Ísrael allt frá stofnun ríkisins. Gríðarlega vopnaframleiðsla er í Ísrael og er ísraelsher því mikilvægur félagi Bandaríkjanna í hernaði.

Post by Atli Bergmann.
Lögreglan á leiðinni með mótmælagirðinguna að bandaríska sendiráðinu fyrir mótmælin kl.17 #FreePalestine #mótmæli pic.twitter.com/G5OPGbeSWB
— Orri Kristjánsson (@orrikristjans) July 31, 2014