Löngu tímabært að endurskoða meiðyrðalöggjöf Bjarki Ármannsson skrifar 30. júlí 2014 07:30 Enginn hefur hlotið fangelsisrefsingu hér á landi fyrir meiðyrði, þótt slík refsing rúmist innan laganna. Vísir/Samsett Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að þótt refsirammi hér á landi fyrir ýmis brot á friðhelgi einkalífsins, þar með talið meiðyrði og móðganir, sé mjög hár sé hann í engu sambandi við raunverulega framkvæmd dómstóla. Ný skýrsla Alþjóðlegu fjölmiðlastofnunarinnar þar sem borin var saman meiðyrðalöggjöf í Evrópu sýnir að löggjöfin á Íslandi er nokkuð ströng.Björg ThorarensenFramkvæmdin gjörbreytt „Refsiramminn okkar er frá 1940, þannig að þetta eru orðin mjög gömul hegningarlög sem hafa ekki verið tekin til heildarendurskoðunar,“ segir Björg. „Síðan hafa breytt viðhorf manna til tjáningarfrelsisins leitt til þess að þungar refsingar fyrir að nýta sér tjáningarfrelsið eru aflagðar hér á landi.“ Þau ákvæði almennu hegningarlaganna sem snúa að brotum á friðhelgi einkalífs og meiðyrðum er að finna í 25. kafla. Þar kemur meðal annars fram að hægt sé að dæma einstakling í fangelsi í tvö ár fyrir „ærumeiðandi aðdróttun“. Björg segir það „löngu tímabært“ að endurskoða þessi ákvæði. „Framkvæmdin hefur gjörbreyst,“ segir hún. „Það má segja að þessi kafli hafi sérstöðu innan hegningarlaganna fyrir það að það er algjörlega úrelt, og andstætt sjónarmiðum um tjáningarfrelsi, að dæma mann til fangelsisvistar fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt. Það má segja að það sé álitamál hvort það þurfi yfirleitt að vera refsiákvæði út af því að menn misnoti tjáningarfrelsi, svona í hefðbundnum meiðyrðamálum.“ Hegningarlögin íslensku taka sér að miklu leyti til fyrirmyndar danska löggjöf. Björg segir að þar í landi, sem og hér, sé aldrei dæmt til fangelsisvistar í meiðyrðamálum og mjög sjaldan til nokkurrar refsingar yfirhöfuð. „Það hafa komið önnur úrræði í staðinn,“ segir Björg. „Það eru oftar dæmdar skaðabætur, sem renna þá til þess sem var misgert við. Slík mál eru höfðuð á grundvelli skaðabótalaganna.“Helgi Hrafn GunnarssonVilja afnema fangelsisrefsinguna Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir mikla þörf á að endurskoða íslenska meiðyrðalöggjöf. Þingflokkur Pírata lagði á síðasta þingi fram frumvarp um að afnema fangelsisrefsingu við brot á áðurnefndum ákvæðum og hyggst gera það að nýju í haust. „Erlendis hefur fólk verið fangelsað vegna sambærilegra laga,“ segir Helgi Hrafn. „Þegar það hefur verið gagnrýnt þar, þá hafa þeir bent á lönd eins og Ísland og sagt: Sjáið bara ykkar eigin lög. Skilaboðin sem við sendum með þessu er að þetta sé réttmætt, jafnvel þó við göngum aldrei það langt í dómkerfinu sjálfu.“ Tengdar fréttir Lög um ærumeiðingar ströng í alþjóðasamanburði Hámarksrefsing á Íslandi við því að smána erlent ríki er sex ár, lengri dómur en í öðrum ríkjum Evrópu. 29. júlí 2014 09:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að þótt refsirammi hér á landi fyrir ýmis brot á friðhelgi einkalífsins, þar með talið meiðyrði og móðganir, sé mjög hár sé hann í engu sambandi við raunverulega framkvæmd dómstóla. Ný skýrsla Alþjóðlegu fjölmiðlastofnunarinnar þar sem borin var saman meiðyrðalöggjöf í Evrópu sýnir að löggjöfin á Íslandi er nokkuð ströng.Björg ThorarensenFramkvæmdin gjörbreytt „Refsiramminn okkar er frá 1940, þannig að þetta eru orðin mjög gömul hegningarlög sem hafa ekki verið tekin til heildarendurskoðunar,“ segir Björg. „Síðan hafa breytt viðhorf manna til tjáningarfrelsisins leitt til þess að þungar refsingar fyrir að nýta sér tjáningarfrelsið eru aflagðar hér á landi.“ Þau ákvæði almennu hegningarlaganna sem snúa að brotum á friðhelgi einkalífs og meiðyrðum er að finna í 25. kafla. Þar kemur meðal annars fram að hægt sé að dæma einstakling í fangelsi í tvö ár fyrir „ærumeiðandi aðdróttun“. Björg segir það „löngu tímabært“ að endurskoða þessi ákvæði. „Framkvæmdin hefur gjörbreyst,“ segir hún. „Það má segja að þessi kafli hafi sérstöðu innan hegningarlaganna fyrir það að það er algjörlega úrelt, og andstætt sjónarmiðum um tjáningarfrelsi, að dæma mann til fangelsisvistar fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt. Það má segja að það sé álitamál hvort það þurfi yfirleitt að vera refsiákvæði út af því að menn misnoti tjáningarfrelsi, svona í hefðbundnum meiðyrðamálum.“ Hegningarlögin íslensku taka sér að miklu leyti til fyrirmyndar danska löggjöf. Björg segir að þar í landi, sem og hér, sé aldrei dæmt til fangelsisvistar í meiðyrðamálum og mjög sjaldan til nokkurrar refsingar yfirhöfuð. „Það hafa komið önnur úrræði í staðinn,“ segir Björg. „Það eru oftar dæmdar skaðabætur, sem renna þá til þess sem var misgert við. Slík mál eru höfðuð á grundvelli skaðabótalaganna.“Helgi Hrafn GunnarssonVilja afnema fangelsisrefsinguna Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir mikla þörf á að endurskoða íslenska meiðyrðalöggjöf. Þingflokkur Pírata lagði á síðasta þingi fram frumvarp um að afnema fangelsisrefsingu við brot á áðurnefndum ákvæðum og hyggst gera það að nýju í haust. „Erlendis hefur fólk verið fangelsað vegna sambærilegra laga,“ segir Helgi Hrafn. „Þegar það hefur verið gagnrýnt þar, þá hafa þeir bent á lönd eins og Ísland og sagt: Sjáið bara ykkar eigin lög. Skilaboðin sem við sendum með þessu er að þetta sé réttmætt, jafnvel þó við göngum aldrei það langt í dómkerfinu sjálfu.“
Tengdar fréttir Lög um ærumeiðingar ströng í alþjóðasamanburði Hámarksrefsing á Íslandi við því að smána erlent ríki er sex ár, lengri dómur en í öðrum ríkjum Evrópu. 29. júlí 2014 09:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Lög um ærumeiðingar ströng í alþjóðasamanburði Hámarksrefsing á Íslandi við því að smána erlent ríki er sex ár, lengri dómur en í öðrum ríkjum Evrópu. 29. júlí 2014 09:00