Auglýstu ekki eftir sveitarstjóra þrátt fyrir vilja íbúa Sveinn Arnarsson skrifar 28. júlí 2014 07:30 Í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps eru ekki allir á eitt sáttir um hvernig staðið var að ráðningu nýs sveitarstjóra. Fréttablaðið/Völundur Nýkjörin sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps réð Eirík Hauk Hauksson sem sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi. Á fundinum var einnig á dagskrá áskorun frá 83 íbúum, nærri þriðjungi kosningabærra manna í sveitarfélaginu, þess efnis að auglýsa ætti stöðu sveitarstjóra og viðhafa opin og gegnsæ vinnubrögð. Sú áskorun kom í kjölfar sveitarstjórnarfundar þar sem ákveðið var að ganga til samninga við Eirík í stað þess að auglýsa stöðuna. Nokkurrar óánægju gætir í bæjarfélaginu með þessa ráðningu meirihluta sveitarstjórnar. Til að mynda greiddu tveir sveitarstjórnarmenn atkvæði á móti því að Eiríkur yrði ráðinn sveitarstjóri. Eiríkur vék af fundi undir liðnum ráðning sveitarstjóra þar sem ganga átti frá ráðningarsamningi við Eirík þrátt fyrir að lög um hæfi sveitarstjórnarmanna segi ekki til um að hann hefði þurft þess. Atkvæði féllu svo þannig að þrír samþykktu ráðningu Eiríks en tveir voru á móti.Eiríkur Haukur HaukssonHalldór Jóhannesson samþykkti tillöguna um að ráða Eirík Hauk sem sveitarstjóra. Halldór og Eiríkur eru bræðrasynir og hefur Halldór starfað náið með föður Eiríks í viðskiptum í fjölda ára í gegnum einkahlutafélagið Veigastaði ehf. Nýkjörin sveitarstjórn hafnaði áskorun þriðjungs kosningabærra manna um að auglýsa stöðuna og reyna að fá hæfasta manninn í stöðuna. Sveitarstjórn hafnaði á þeim forsendum að hún hefði komið of seint og búið væri að ákveða að ganga til samninga við Eirík Hauk. „Það var búið að ákveða að ganga til viðræðna við mig áður en listinn barst,“ segir Eiríkur Haukur í samtali við Fréttablaðið. „Það getur vel verið að vilji sveitarstjórnarfulltrúa hefði verið annar ef listinn hefði borist fyrr, en það eru bara svo mörg ef í þessu að ekkert er hægt að fullyrða um slíkt.“ Eiríkur segir það alls ekki algilt að sveitarfélög auglýsi stöðu sveitarstjóra lausa. „Það er normið að auglýsa ekki stöður sveitarstjóra. Það er aðeins gert í undantekningartilvikum ef við skoðum landið í heild. Við sjáum það líka í sveitarfélögum í kringum okkur þar sem störf eru auglýst og yfir fjörutíu manns sækja um en enginn er ráðinn,“ segir Eiríkur Haukur. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Nýkjörin sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps réð Eirík Hauk Hauksson sem sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi. Á fundinum var einnig á dagskrá áskorun frá 83 íbúum, nærri þriðjungi kosningabærra manna í sveitarfélaginu, þess efnis að auglýsa ætti stöðu sveitarstjóra og viðhafa opin og gegnsæ vinnubrögð. Sú áskorun kom í kjölfar sveitarstjórnarfundar þar sem ákveðið var að ganga til samninga við Eirík í stað þess að auglýsa stöðuna. Nokkurrar óánægju gætir í bæjarfélaginu með þessa ráðningu meirihluta sveitarstjórnar. Til að mynda greiddu tveir sveitarstjórnarmenn atkvæði á móti því að Eiríkur yrði ráðinn sveitarstjóri. Eiríkur vék af fundi undir liðnum ráðning sveitarstjóra þar sem ganga átti frá ráðningarsamningi við Eirík þrátt fyrir að lög um hæfi sveitarstjórnarmanna segi ekki til um að hann hefði þurft þess. Atkvæði féllu svo þannig að þrír samþykktu ráðningu Eiríks en tveir voru á móti.Eiríkur Haukur HaukssonHalldór Jóhannesson samþykkti tillöguna um að ráða Eirík Hauk sem sveitarstjóra. Halldór og Eiríkur eru bræðrasynir og hefur Halldór starfað náið með föður Eiríks í viðskiptum í fjölda ára í gegnum einkahlutafélagið Veigastaði ehf. Nýkjörin sveitarstjórn hafnaði áskorun þriðjungs kosningabærra manna um að auglýsa stöðuna og reyna að fá hæfasta manninn í stöðuna. Sveitarstjórn hafnaði á þeim forsendum að hún hefði komið of seint og búið væri að ákveða að ganga til samninga við Eirík Hauk. „Það var búið að ákveða að ganga til viðræðna við mig áður en listinn barst,“ segir Eiríkur Haukur í samtali við Fréttablaðið. „Það getur vel verið að vilji sveitarstjórnarfulltrúa hefði verið annar ef listinn hefði borist fyrr, en það eru bara svo mörg ef í þessu að ekkert er hægt að fullyrða um slíkt.“ Eiríkur segir það alls ekki algilt að sveitarfélög auglýsi stöðu sveitarstjóra lausa. „Það er normið að auglýsa ekki stöður sveitarstjóra. Það er aðeins gert í undantekningartilvikum ef við skoðum landið í heild. Við sjáum það líka í sveitarfélögum í kringum okkur þar sem störf eru auglýst og yfir fjörutíu manns sækja um en enginn er ráðinn,“ segir Eiríkur Haukur.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira