Lífið

París Norðursins í stað Fúsa

Nanna Kristín
Nanna Kristín Visir/Anton
París Norðursins, í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður frumsýnd á Íslandi þann 5. september í stað nýjustu kvikmyndar Dags Kára Péturssonar sem átti að frumsýna þennan dag.

Frumsýningu Fúsa, myndar Dags Kára, verður seinkað.

Heimsfrumsýning París norðursins fór fram á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi fyrr í mánuðinum.

Leikstjórinn er nú á leið til Motovun í Króatíu þar sem hann verður viðstaddur sýningu myndarinnar, en þar keppir hún ásamt 20 öðrum evrópskum kvikmyndum um aðalverðlaun hátíðarinnar.

Með aðalhlutverk fara Helgi Björnsson, Björn Thors og Nanna Kristín Magnúsdóttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.