Frumflutningur á Vísi: Samdi lag á hjóli á leiðinni heim Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 10:00 Kristín heldur tónleika í kvöld og ætlar að syngja frá hjartanu. F48160714 kristín Mynd/úr einkasafni „Það var mikill heiður að fá að vinna með þessum snillingum, Ómari og Kristjönu. Algjör forréttindi að vera þátttakandi í flæðinu sem myndast þegar tónlistarmenn vinna saman og skapa. Það eru töfrar hreint og beint,“ segir söngkonan Kristín Stefánsdóttir. Hún gaf nýverið út lagið Both Feet on the Ground og frumflytur það á Lífinu á Visir.is en lagið fylgir fréttinni. Lag og texti er eftir Kristínu sjálfa en lagið var unnið í samvinnu við tónlistarmennina Kristjönu Stefánsdóttur og Ómar Guðjónsson. Kristín hefur undanfarin ár stundað nám við Complete Vocal-söngskólann í Kaupmannahöfn og er lagið einmitt innblásið af námi hennar þar. „Lag og texti varð til á nokkrum mínútum þegar ég var að hjóla heim eins og sönnum Dana sæmir. Eftir krefjandi dag þar sem við þurftum að kafa djúpt í okkur varð það til og fjallar um hversu mikilvægt það er að finna sitt grúv eða sinn stað í lífinu. Það er þinn sérstaki staður sem er einstakur af því við erum öll algjörlega einstök og það er bara til eitt eintak af hverjum,“ segir Kristín. Hún heldur tónleika á Café Deluxe í Hafnarfirði í kvöld ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara. Þar munu þau taka djassstandarda og perlur úr poppheiminum og að sjálfsögðu nýja lagið hennar. „Mér hefur verið sagt að lagið líkist í raun ekki neinu. Eða sé allavega ólíkt því sem ég syng vanalega, en ég er með frekar dökka rödd og elska þess vegna til dæmis Carpenters og lög með mikla sál. Það verður mikil ást á tónleikunum í kvöld og sungið frá hjartanu,“ segir Kristín og bætir við að framundan séu spennandi tímar. „Ég er búin að semja annað lag sem mun koma út á næstunni og er ég strax farin að hlakka til að frumflytja það.“ Tónlist Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Það var mikill heiður að fá að vinna með þessum snillingum, Ómari og Kristjönu. Algjör forréttindi að vera þátttakandi í flæðinu sem myndast þegar tónlistarmenn vinna saman og skapa. Það eru töfrar hreint og beint,“ segir söngkonan Kristín Stefánsdóttir. Hún gaf nýverið út lagið Both Feet on the Ground og frumflytur það á Lífinu á Visir.is en lagið fylgir fréttinni. Lag og texti er eftir Kristínu sjálfa en lagið var unnið í samvinnu við tónlistarmennina Kristjönu Stefánsdóttur og Ómar Guðjónsson. Kristín hefur undanfarin ár stundað nám við Complete Vocal-söngskólann í Kaupmannahöfn og er lagið einmitt innblásið af námi hennar þar. „Lag og texti varð til á nokkrum mínútum þegar ég var að hjóla heim eins og sönnum Dana sæmir. Eftir krefjandi dag þar sem við þurftum að kafa djúpt í okkur varð það til og fjallar um hversu mikilvægt það er að finna sitt grúv eða sinn stað í lífinu. Það er þinn sérstaki staður sem er einstakur af því við erum öll algjörlega einstök og það er bara til eitt eintak af hverjum,“ segir Kristín. Hún heldur tónleika á Café Deluxe í Hafnarfirði í kvöld ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara. Þar munu þau taka djassstandarda og perlur úr poppheiminum og að sjálfsögðu nýja lagið hennar. „Mér hefur verið sagt að lagið líkist í raun ekki neinu. Eða sé allavega ólíkt því sem ég syng vanalega, en ég er með frekar dökka rödd og elska þess vegna til dæmis Carpenters og lög með mikla sál. Það verður mikil ást á tónleikunum í kvöld og sungið frá hjartanu,“ segir Kristín og bætir við að framundan séu spennandi tímar. „Ég er búin að semja annað lag sem mun koma út á næstunni og er ég strax farin að hlakka til að frumflytja það.“
Tónlist Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira