Innlent

Götusalar á grænni græn

SSB/ÓKÁ skrifar
Götusala í miðborginni. Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag.
Götusala í miðborginni. Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag. Fréttablaðið/Daníel
Borgarráð samþykkti á dögunum áframhaldandi leyfi fyrir götusölu í Austurstræti og á Lækjartorgi.

Áður hafði leyfinu verið hnekkt og sölubásum beint á afmarkað svæði við Bernhöftstorfu, Ingólfstorg og á bílastæði við Reykjavíkurhöfn, í óþökk götusalanna.

Götusalar hafa sett svip sinn á miðbæinn síðastliðin sumur og hafa nú fengið tímabundið leyfi til áramóta þar til stefna Reykjavíkurborgar í þeirra málum verður endurskoðuð. 

Fréttablaðið í heild sinni má lesa hér.

Myndin hér að ofan prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Blaðið fjallar á forsíðu um nýja nefnd á vegum heilbrigðisráðherra sem fjalla á um vanda fíkla.

Í fréttakafla blaðsins er svo líka að finna umfjöllun um hrakfarir Blönduóssbæjar í samskiptum við Veiðifélag Blöndu og Svartár, áframhaldandi umfjöllun um vatnsaga í Vaðlaheiðargöngum, viðbrögð Bandarískra yfirvalda við yfirlýsingum forsætisráðherra um bandaríska kjötvöru, árásir Ísraelshers á Gasa, mögulega sameiningu sveitarfélaga fyrir vestan og þróunarsamvinnu í Úganda, auk smærri frétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×