Dýrustu hestarnir fara á tugi milljóna Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júlí 2014 12:00 Töluverður fjöldi hesta er seldur eftir hvert landsmót. Fréttablaðið/ karl. Alls voru 1.236 reiðhestar og kynbótahross seld úr landi í fyrra. Það er svipaður fjöldi og síðustu fjögur ár á undan. Flestir hestarnir eru seldir til Evrópu. Í fyrra voru 552 hestar seldir til Þýskalands. Salan þangað hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2004 þegar 240 reiðhestar og kynbótahross voru flutt þangað. Hins vegar hefur dregið úr sölu til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamanna eru þrír stærstu útflytjendurnir hér á Íslandi þeir Hinrik Bragason, Gunnar Arnarsson og Eysteinn Leifsson. Þeir hafa milligöngu um útflutning hestanna og selja hesta sjálfir. Þeir búast allir við því að árið í ár verði svipað og í fyrra. „Fyrri part árs var þetta mjög sambærilegt við það sem var í fyrra og hittifyrra. Svo hefur verið aðeins rólegri tími svona síðla vors og núna í sumar,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Mikill fjöldi erlendra hestamanna kom, venju samkvæmt, á Landsmót hestamanna sem er nýafstaðið. Útflytjendur eru sammála um að það muni hafa góð áhrif á söluna. „Það voru margir erlendir gestir í kringum landsmót sem voru í kaupapælingum. Þannig að ég á svona frekar von á því að þetta sé á uppleið og það hafi verið að seljast töluvert mikið af góðum hrossum í kringum landsmót,“ bætir Gunnar við. Hinrik tekur í sama streng. „Það eru ofboðslega margir útlendingar á landinu vegna íslenska hestsins,“ segir Hinrik og segir jafnframt að þeir sem séu með góða hesta eigi auðvelt með að selja. Hann segir að margir reiðhestar seljist á 2-300 þúsund krónur, keppnishestar seljist á 2-5 milljónir en allra dýrustu stóðhestarnir geti farið á tugi milljóna. Eysteinn Leifsson segist þegar vera farinn að merkja áhuga hjá útlendingum á íslenskum hestum eftir síðasta landsmót og hann segir að sér skiljist að hér hafi verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund útlendingar vegna landsmótsins. „Ég merki það að það sé búin að vera töluverð hreyfing í sölumálum. Það hefur mikið verið hringt strax í kjölfarið á landsmótinu og ég veit um mörg viðskipti sem hafa átt sér stað,“ segir Eysteinn. Útflytjendur segja algengt að kaupendur komi hingað á landsmót, fari heim, en gangi síðan frá kaupunum þegar líður á haustið. Hestar Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira
Alls voru 1.236 reiðhestar og kynbótahross seld úr landi í fyrra. Það er svipaður fjöldi og síðustu fjögur ár á undan. Flestir hestarnir eru seldir til Evrópu. Í fyrra voru 552 hestar seldir til Þýskalands. Salan þangað hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2004 þegar 240 reiðhestar og kynbótahross voru flutt þangað. Hins vegar hefur dregið úr sölu til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamanna eru þrír stærstu útflytjendurnir hér á Íslandi þeir Hinrik Bragason, Gunnar Arnarsson og Eysteinn Leifsson. Þeir hafa milligöngu um útflutning hestanna og selja hesta sjálfir. Þeir búast allir við því að árið í ár verði svipað og í fyrra. „Fyrri part árs var þetta mjög sambærilegt við það sem var í fyrra og hittifyrra. Svo hefur verið aðeins rólegri tími svona síðla vors og núna í sumar,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Mikill fjöldi erlendra hestamanna kom, venju samkvæmt, á Landsmót hestamanna sem er nýafstaðið. Útflytjendur eru sammála um að það muni hafa góð áhrif á söluna. „Það voru margir erlendir gestir í kringum landsmót sem voru í kaupapælingum. Þannig að ég á svona frekar von á því að þetta sé á uppleið og það hafi verið að seljast töluvert mikið af góðum hrossum í kringum landsmót,“ bætir Gunnar við. Hinrik tekur í sama streng. „Það eru ofboðslega margir útlendingar á landinu vegna íslenska hestsins,“ segir Hinrik og segir jafnframt að þeir sem séu með góða hesta eigi auðvelt með að selja. Hann segir að margir reiðhestar seljist á 2-300 þúsund krónur, keppnishestar seljist á 2-5 milljónir en allra dýrustu stóðhestarnir geti farið á tugi milljóna. Eysteinn Leifsson segist þegar vera farinn að merkja áhuga hjá útlendingum á íslenskum hestum eftir síðasta landsmót og hann segir að sér skiljist að hér hafi verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund útlendingar vegna landsmótsins. „Ég merki það að það sé búin að vera töluverð hreyfing í sölumálum. Það hefur mikið verið hringt strax í kjölfarið á landsmótinu og ég veit um mörg viðskipti sem hafa átt sér stað,“ segir Eysteinn. Útflytjendur segja algengt að kaupendur komi hingað á landsmót, fari heim, en gangi síðan frá kaupunum þegar líður á haustið.
Hestar Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira