Vísindamenn fluttir inn til að laga veðrið Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. júlí 2014 09:00 Blíðviðri var á Secret Solstice hátíðinni. Sóttu vísindamennirnir sólina fyrir hátíðarhaldarana? vísir/andri marino Tveir breskir vísindamenn komu með sérstakt veðurbreytingatæki til Íslands í lok júní samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heimildir blaðsins herma að tækið hafi gagngert verið flutt hingað til lands til að tryggja að veðrið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum yrði gott, þrátt fyrir slæma veðurspá. Ku vísindamennirnir hafa verið kallaðir hingað til lands frá Bretlandi aðfaranótt föstudagsins 20. júní þegar eitthvað var um rigningu á hátíðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði Jakob Frímann Magnússon, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar, veg og vanda af heimsókn umræddra visindamanna en sjálfur verst hann allra fregna af málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að umrætt tæki notist við svokallaða skýjasáningartækni (cloud seeding). Tæknin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1946 í Bandaríkjunum en markmið tækninnar er að hafa áhrif á úrkomu.Jakob Frímann Magnússon verst allra fregna af málinu.Vísir/ValliStærsta „cloud seeding“-kerfið er notað í Kína og hafa kínversk stjórnvöld haldið því fram að það hafi verið notað rétt fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008 til að ekki rigndi við opnunar- og lokaathöfnina. Þessar fullyrðingar Kínverja hafa hins vegar verið dregnar í efa af fræðimönnum.Kristján Óttar Klausen veðureftirlitsmaður segir vanta mælingar til að segja til um hvort tæknin virki. „Annaðhvort vill fólk að þetta sé satt eða að þetta sé hljóðlát bylting en aðeins mælingar skera úr um þetta.“ Kristján nefnir annað tæki sem heitir „cloudbuster“ sem á að gera sama gagn og skýjasáning. „Það eru engin vel þekkt áhrif þarna á bak við og tækið er ekki viðurkennt í vísindaheiminum. Það væri þó gaman að sjá virkni tækisins en hana verður að sanna með mælingum, orðrómur er ekki nóg,“ segir Kristján. Ef veðurbreytingatækið sem flutt var hingað til lands virkar gæti það hentað vel í kvikmyndabransann, en mikil uppsveifla hefur verið í honum síðustu ár. Veðrið leikur þó alltaf stórt hlutverk enda allra veðra von á landinu og oft frestast tökur vegna þess.Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður segist vera til í að hafa slíkt tæki við höndina í vonskuveðri.Vísir/Stefán„Þetta myndi auðvitað henta mjög vel í kvikmyndagerð. Ég þekki þó ekki til svona tækis persónulega. Það myndi einnig henta sérstaklega vel í veiði,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður, sem staddur var í vonskuveðri í veiði úti á landi þegar Fréttablaðið náði tali á honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða tæki sem er um það bil sextíu sentímetrar að lengd, þrjátíu sentímetrar að breidd og þrjátíu sentímetra hátt og notast við sérstaka kristalla. Inn í tækinu er sérstök spóla sem býr til krafta. Tegundir skýja og vinda hafa áhrif á virkni tækisins en talið er að það búi meðal annars til hæð undir lægð og færi lægðarskilin fjær jörðu. Tækið á að vera umhverfisvænt og á ekki að skaða umhverfið að neinu leyti. Veður Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Tveir breskir vísindamenn komu með sérstakt veðurbreytingatæki til Íslands í lok júní samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heimildir blaðsins herma að tækið hafi gagngert verið flutt hingað til lands til að tryggja að veðrið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum yrði gott, þrátt fyrir slæma veðurspá. Ku vísindamennirnir hafa verið kallaðir hingað til lands frá Bretlandi aðfaranótt föstudagsins 20. júní þegar eitthvað var um rigningu á hátíðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði Jakob Frímann Magnússon, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar, veg og vanda af heimsókn umræddra visindamanna en sjálfur verst hann allra fregna af málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að umrætt tæki notist við svokallaða skýjasáningartækni (cloud seeding). Tæknin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1946 í Bandaríkjunum en markmið tækninnar er að hafa áhrif á úrkomu.Jakob Frímann Magnússon verst allra fregna af málinu.Vísir/ValliStærsta „cloud seeding“-kerfið er notað í Kína og hafa kínversk stjórnvöld haldið því fram að það hafi verið notað rétt fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008 til að ekki rigndi við opnunar- og lokaathöfnina. Þessar fullyrðingar Kínverja hafa hins vegar verið dregnar í efa af fræðimönnum.Kristján Óttar Klausen veðureftirlitsmaður segir vanta mælingar til að segja til um hvort tæknin virki. „Annaðhvort vill fólk að þetta sé satt eða að þetta sé hljóðlát bylting en aðeins mælingar skera úr um þetta.“ Kristján nefnir annað tæki sem heitir „cloudbuster“ sem á að gera sama gagn og skýjasáning. „Það eru engin vel þekkt áhrif þarna á bak við og tækið er ekki viðurkennt í vísindaheiminum. Það væri þó gaman að sjá virkni tækisins en hana verður að sanna með mælingum, orðrómur er ekki nóg,“ segir Kristján. Ef veðurbreytingatækið sem flutt var hingað til lands virkar gæti það hentað vel í kvikmyndabransann, en mikil uppsveifla hefur verið í honum síðustu ár. Veðrið leikur þó alltaf stórt hlutverk enda allra veðra von á landinu og oft frestast tökur vegna þess.Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður segist vera til í að hafa slíkt tæki við höndina í vonskuveðri.Vísir/Stefán„Þetta myndi auðvitað henta mjög vel í kvikmyndagerð. Ég þekki þó ekki til svona tækis persónulega. Það myndi einnig henta sérstaklega vel í veiði,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður, sem staddur var í vonskuveðri í veiði úti á landi þegar Fréttablaðið náði tali á honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða tæki sem er um það bil sextíu sentímetrar að lengd, þrjátíu sentímetrar að breidd og þrjátíu sentímetra hátt og notast við sérstaka kristalla. Inn í tækinu er sérstök spóla sem býr til krafta. Tegundir skýja og vinda hafa áhrif á virkni tækisins en talið er að það búi meðal annars til hæð undir lægð og færi lægðarskilin fjær jörðu. Tækið á að vera umhverfisvænt og á ekki að skaða umhverfið að neinu leyti.
Veður Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira