10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Ingvar Haraldsson skrifar 25. júní 2014 07:00 Duncan og Harriet Cardew heita stúlka og drengur í Þjóðskrá. Nú fær Harriet ekki vegabréf vegna þess. fréttablaðið/daníel vísir/daníel „Það er búið að svipta dóttur okkar ferðafrelsi. Það stenst engan veginn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Kristín Cardew um ákvörðun Þjóðskrár að synja dóttur hennar, Harriet Cardew, um vegabréf vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Kristín og eiginmaður hennar, Tristan Cardew, sem fæddur er í Bretlandi, eiga saman fjögur börn, Lilju og Belindu, fæddar í Frakklandi, og Harriet, 10 ára, og Duncan, 11 ára, fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfnin Harriet og Duncan og hafa þau hingað til borið nöfnin stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá. Þau hafa til þessa fengið íslensk vegabréf með þeim nöfnum. Í síðustu viku sótti Kristín um vegabréf fyrir Harriet vegna þess að fjölskyldan hyggur á ferðalag til Frakklands næstkomandi þriðjudag. Í gær tilkynnti Þjóðskrá þeim að vegna þess að nafnið Harriet væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd væri ekki hægt að gefa út vegabréf á hennar nafni. „Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu stúlka og drengur í Þjóðskrá,“ segir Tristan. Kristín bætir svo við að „…ef við værum bæði erlend mættu börnin bera erlend nöfn. Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn.“ Hjónin hafa haft samband við breska sendiráðið um að fá neyðarvegabréf svo þau komist til Bretlands þar sem þau geti fengið varanlegt vegabréf fyrir Harriet. „Það sem er svo ótrúlegt í þessu er að starfsmenn Þjóðskrár eða Sýslumannsins í Kópavogi hefðu auðveldlega getað látið okkur vita að Harriet yrði neitað um vegabréf. Þá hefðum við fyrr getað haft samband við breska sendiráðið og fengið vegabréf,“ segir Tristan. Hjónin hafa sent umboðsmanni barna bréf og rætt við lögfræðing um hvort úrskurður Þjóðskrár standist lög og bíða eftir svari. Þau útiloka ekki að fara með málið fyrir dómstóla snúi Þjóðskrá ekki úrskurði sínum. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
„Það er búið að svipta dóttur okkar ferðafrelsi. Það stenst engan veginn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Kristín Cardew um ákvörðun Þjóðskrár að synja dóttur hennar, Harriet Cardew, um vegabréf vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Kristín og eiginmaður hennar, Tristan Cardew, sem fæddur er í Bretlandi, eiga saman fjögur börn, Lilju og Belindu, fæddar í Frakklandi, og Harriet, 10 ára, og Duncan, 11 ára, fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfnin Harriet og Duncan og hafa þau hingað til borið nöfnin stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá. Þau hafa til þessa fengið íslensk vegabréf með þeim nöfnum. Í síðustu viku sótti Kristín um vegabréf fyrir Harriet vegna þess að fjölskyldan hyggur á ferðalag til Frakklands næstkomandi þriðjudag. Í gær tilkynnti Þjóðskrá þeim að vegna þess að nafnið Harriet væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd væri ekki hægt að gefa út vegabréf á hennar nafni. „Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu stúlka og drengur í Þjóðskrá,“ segir Tristan. Kristín bætir svo við að „…ef við værum bæði erlend mættu börnin bera erlend nöfn. Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn.“ Hjónin hafa haft samband við breska sendiráðið um að fá neyðarvegabréf svo þau komist til Bretlands þar sem þau geti fengið varanlegt vegabréf fyrir Harriet. „Það sem er svo ótrúlegt í þessu er að starfsmenn Þjóðskrár eða Sýslumannsins í Kópavogi hefðu auðveldlega getað látið okkur vita að Harriet yrði neitað um vegabréf. Þá hefðum við fyrr getað haft samband við breska sendiráðið og fengið vegabréf,“ segir Tristan. Hjónin hafa sent umboðsmanni barna bréf og rætt við lögfræðing um hvort úrskurður Þjóðskrár standist lög og bíða eftir svari. Þau útiloka ekki að fara með málið fyrir dómstóla snúi Þjóðskrá ekki úrskurði sínum.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira