10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Ingvar Haraldsson skrifar 25. júní 2014 07:00 Duncan og Harriet Cardew heita stúlka og drengur í Þjóðskrá. Nú fær Harriet ekki vegabréf vegna þess. fréttablaðið/daníel vísir/daníel „Það er búið að svipta dóttur okkar ferðafrelsi. Það stenst engan veginn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Kristín Cardew um ákvörðun Þjóðskrár að synja dóttur hennar, Harriet Cardew, um vegabréf vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Kristín og eiginmaður hennar, Tristan Cardew, sem fæddur er í Bretlandi, eiga saman fjögur börn, Lilju og Belindu, fæddar í Frakklandi, og Harriet, 10 ára, og Duncan, 11 ára, fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfnin Harriet og Duncan og hafa þau hingað til borið nöfnin stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá. Þau hafa til þessa fengið íslensk vegabréf með þeim nöfnum. Í síðustu viku sótti Kristín um vegabréf fyrir Harriet vegna þess að fjölskyldan hyggur á ferðalag til Frakklands næstkomandi þriðjudag. Í gær tilkynnti Þjóðskrá þeim að vegna þess að nafnið Harriet væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd væri ekki hægt að gefa út vegabréf á hennar nafni. „Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu stúlka og drengur í Þjóðskrá,“ segir Tristan. Kristín bætir svo við að „…ef við værum bæði erlend mættu börnin bera erlend nöfn. Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn.“ Hjónin hafa haft samband við breska sendiráðið um að fá neyðarvegabréf svo þau komist til Bretlands þar sem þau geti fengið varanlegt vegabréf fyrir Harriet. „Það sem er svo ótrúlegt í þessu er að starfsmenn Þjóðskrár eða Sýslumannsins í Kópavogi hefðu auðveldlega getað látið okkur vita að Harriet yrði neitað um vegabréf. Þá hefðum við fyrr getað haft samband við breska sendiráðið og fengið vegabréf,“ segir Tristan. Hjónin hafa sent umboðsmanni barna bréf og rætt við lögfræðing um hvort úrskurður Þjóðskrár standist lög og bíða eftir svari. Þau útiloka ekki að fara með málið fyrir dómstóla snúi Þjóðskrá ekki úrskurði sínum. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
„Það er búið að svipta dóttur okkar ferðafrelsi. Það stenst engan veginn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Kristín Cardew um ákvörðun Þjóðskrár að synja dóttur hennar, Harriet Cardew, um vegabréf vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Kristín og eiginmaður hennar, Tristan Cardew, sem fæddur er í Bretlandi, eiga saman fjögur börn, Lilju og Belindu, fæddar í Frakklandi, og Harriet, 10 ára, og Duncan, 11 ára, fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfnin Harriet og Duncan og hafa þau hingað til borið nöfnin stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá. Þau hafa til þessa fengið íslensk vegabréf með þeim nöfnum. Í síðustu viku sótti Kristín um vegabréf fyrir Harriet vegna þess að fjölskyldan hyggur á ferðalag til Frakklands næstkomandi þriðjudag. Í gær tilkynnti Þjóðskrá þeim að vegna þess að nafnið Harriet væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd væri ekki hægt að gefa út vegabréf á hennar nafni. „Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu stúlka og drengur í Þjóðskrá,“ segir Tristan. Kristín bætir svo við að „…ef við værum bæði erlend mættu börnin bera erlend nöfn. Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn.“ Hjónin hafa haft samband við breska sendiráðið um að fá neyðarvegabréf svo þau komist til Bretlands þar sem þau geti fengið varanlegt vegabréf fyrir Harriet. „Það sem er svo ótrúlegt í þessu er að starfsmenn Þjóðskrár eða Sýslumannsins í Kópavogi hefðu auðveldlega getað látið okkur vita að Harriet yrði neitað um vegabréf. Þá hefðum við fyrr getað haft samband við breska sendiráðið og fengið vegabréf,“ segir Tristan. Hjónin hafa sent umboðsmanni barna bréf og rætt við lögfræðing um hvort úrskurður Þjóðskrár standist lög og bíða eftir svari. Þau útiloka ekki að fara með málið fyrir dómstóla snúi Þjóðskrá ekki úrskurði sínum.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira