Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2014 08:56 Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Framboð á raforku í Eyjafirði er ekki nægjanlega mikið að mati stórfyrirtækja á svæðinu. Mörg hver þurfa að treysta á skerðanlega orku og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Becromal á Akureyri tekur um 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu, raforkuna er ekki að finna á svæðinu. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott í Eyjafirði. Nú sé bara að bíða eftir stefnumótun úr iðnaðarráðuneytinu. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi hvað varðar orkuflutninga í Eyjafjörðinn. Eins og málin standa nú eru þetta í ákveðinni biðstöðu. Í fyrsta lagi vita flestir að ákveðin stefnumörkun þarf að eiga sér stað á Alþingi Íslendinga um loftlínur eða hvort línur eigi að fara í jörð. Að nokkru leyti erum við að bíða eftir þeirri stefnumörkun frá hinu opinbera,“ segir Þórður. Ef nýir aðilar vilja koma inn á svæðið er afar erfitt að útvega þeim raforku að mati Þórðar. Orkan sé til á landinu en raforkuflutningur inn á Eyjafjarðarsvæðið sé í molum. Hann telur sveitarfélög á svæðinu hafa dregið lappirnar hvað varðar skipulag raforkuflutninga. „Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef þessi biðstaða hefði ekki komið upp. Nýlegt svæðisskipulag Eyjafjarðar tekur út línur sem áður höfðu verið samþykktar. Á meðan sveitarfélögin á svæðunum geta ekki skipulegt raforkuflutning inn á svæðið er lítið hægt að gera,“ segir Þórður. Fjöldi fyrirtækja á Akureyri kaupir skerðanlegan orkuflutning, þar sem þau taka þá áhættu að raforkusalinn geti á einhverjum tímapunkti skert raforku til kaupandans. Á móti kemur að fyrirtækin kaupa raforkuna ódýrari en ef um tryggan raforkuflutning væri að ræða. Landsnet hefur á síðustu árum verið að styrkja flutningskerfi sitt. Flutningskerfinu tilheyra ríflega 3.000 km af háspennulínum og um 70 tengivirki og spennustöðvar. Meginhluti flutningskerfisins eru loftlínur en lítill hluti raforkuflutnings fer um háspennujarðstrengi. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Framboð á raforku í Eyjafirði er ekki nægjanlega mikið að mati stórfyrirtækja á svæðinu. Mörg hver þurfa að treysta á skerðanlega orku og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Becromal á Akureyri tekur um 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu, raforkuna er ekki að finna á svæðinu. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott í Eyjafirði. Nú sé bara að bíða eftir stefnumótun úr iðnaðarráðuneytinu. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi hvað varðar orkuflutninga í Eyjafjörðinn. Eins og málin standa nú eru þetta í ákveðinni biðstöðu. Í fyrsta lagi vita flestir að ákveðin stefnumörkun þarf að eiga sér stað á Alþingi Íslendinga um loftlínur eða hvort línur eigi að fara í jörð. Að nokkru leyti erum við að bíða eftir þeirri stefnumörkun frá hinu opinbera,“ segir Þórður. Ef nýir aðilar vilja koma inn á svæðið er afar erfitt að útvega þeim raforku að mati Þórðar. Orkan sé til á landinu en raforkuflutningur inn á Eyjafjarðarsvæðið sé í molum. Hann telur sveitarfélög á svæðinu hafa dregið lappirnar hvað varðar skipulag raforkuflutninga. „Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef þessi biðstaða hefði ekki komið upp. Nýlegt svæðisskipulag Eyjafjarðar tekur út línur sem áður höfðu verið samþykktar. Á meðan sveitarfélögin á svæðunum geta ekki skipulegt raforkuflutning inn á svæðið er lítið hægt að gera,“ segir Þórður. Fjöldi fyrirtækja á Akureyri kaupir skerðanlegan orkuflutning, þar sem þau taka þá áhættu að raforkusalinn geti á einhverjum tímapunkti skert raforku til kaupandans. Á móti kemur að fyrirtækin kaupa raforkuna ódýrari en ef um tryggan raforkuflutning væri að ræða. Landsnet hefur á síðustu árum verið að styrkja flutningskerfi sitt. Flutningskerfinu tilheyra ríflega 3.000 km af háspennulínum og um 70 tengivirki og spennustöðvar. Meginhluti flutningskerfisins eru loftlínur en lítill hluti raforkuflutnings fer um háspennujarðstrengi.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira