Gjaldtaka við Kerið ólögmæt að mati Umhverfisstofnunar Brjánn Jónasson skrifar 21. júní 2014 00:01 Deilt hefur verið um rétt landeigenda til að innheimta gjald fyrir aðgang að náttúruperlum. Slíkt gjald hefur verið innheimt frá því í fyrrasumar við Kerið í Grímsnesi. Fréttablaðið/Vilhelm Gjaldtaka landeigenda við Kerið og önnur svæði sem eru á náttúruminjaskrá stenst ekki lög að mati Umhverfisstofnunar. Þá telur stofnunin ekkert í lögum heimila gjaldtöku á öðrum ferðamannastöðum þótt þeir séu ekki á friðlýstum svæðum eða á náttúruminjaskrá. Í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi umhverfis- og auðlindaráðherra á fimmtudag segir að stofnunin hafi nú til skoðunar hvort beita eigi ákvæði í lögum sem heimilar Umhverfisstofnun að gera samning við landeigendur um að innheimta slíkt gjald. Verði það gert yrði innheimta aðgangseyris við Kerið lögmæt, að mati stofnunarinnar.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.„Það er ákveðin óvissa um hvernig beita á þessu ákvæði, hvort við eigum að gera samning við þann landeiganda sem vill rukka, eða ætlar sér að rukka,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Fá verði svör við því hver eigi að ákveða upphæð gjaldsins, hver eigi að geyma peningana og í hvað eigi að nota þá. Þá þurfi að skýra hver eigi að meta álag og spjöll á svæðum. Þetta verði að skoða nánar. „Áður en við tökum einhverja ákvörðun verður að skýrast um hvað slíkur samningur ætti að snúast,“ segir Kristín. „Við munum óska eftir því að fá fund með ráðuneytinu um hvernig við höldum áfram með þetta.“ Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði um að heimilt sé að innheimta gjald fyrir þjónustu á friðlýstum svæðum og náttúruverndarsvæðum. Þar segir að Umhverfisstofnun, eða aðili sem stofnunin felur að reka svæði, geti ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu á slíkum svæðum. Þá geti stofnunin, eða rekstraraðili, einnig ákveðið að innheimta gjald fyrir aðgang að svæðinu „ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum“. Kerið er á náttúruverndarsvæði og fellur því undir þessi lagaákvæði, segir Kristín. Landeigendur í Kerinu hafa innheimt gjald af ferðamönnum frá því í júní í fyrra. Geysir í Haukadal er einnig á náttúruminjaskrá, en þar hefur verið sett lögbann á gjaldtöku að kröfu ríkisins og eru málaferli í gangi fyrir dómstólum. „Við erum að benda á að það eru sérstakar reglur sem gilda um þessi náttúruverndarsvæði og þar eru reglurnar skýrar. Hins vegar er ákveðinn óskýrleiki varðandi önnur landsvæði,“ segir Kristín. Hún segir það skilning Umhverfisstofnunar að það þurfi lagaheimild til að innheimta aðgangseyri til að skoða náttúruna, jafnvel á svæðum sem ekki eru friðlýst eða á náttúruverndarskrá. Kristín segir slíka heimild ekki til staðar. Á hinn bóginn sé heimilt samkvæmt lögum að loka svæðum til að hlífa þeim við álagi, sem augljóslega sé mjög takmarkandi fyrir almannarétt. „Lagaumhverfið er einfaldlega ekki nógu skýrt í þessum tilvikum, og úr því er brýnt að bæta,“ segir Kristín.Lögin ekki hugsuð fyrir mikinn fjölda Í bréfi Umhverfisstofnunar til umhverfis- og auðlindaráðherra er farið yfir þau lög sem gilda um rétt almennings til að ferðast óhindrað um náttúruna, og um leið heimildir til gjaldtöku af þeim sem ferðast um landið. „Löggjöfin okkar er ekki undir það búin að taka á móti svona miklum fjölda ferðamanna,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Hún segir að skýra þurfi aðgengi og aðgangstakmarkanir, hvenær megi stunda gjaldtöku og í hvað féð eigi að fara. Til stóð að ný lög um náttúruvernd tækju gildi í apríl síðastliðnum. Gildistöku laganna var frestað, og til stendur að endurskoða þau. Ákvæði um gjaldheimtu í nýju lögunum er svo til samhljóða ákvæði í eldri lögunum. Kristín segir mikilvægt að þessi hluti laganna verði endurskoðaður. Umhverfisstofnun er hlynnt því að komið verði upp einu heildstæðu kerfi fyrir gjaldtöku af ferðamannastöðum, eins og nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum. „Við teljum að það að koma upp gjaldtöku víða um land sé ekki til þess að bæta almannarétt. Það er einnig mjög slæmt fyrir ímynd Íslands,“ segir Kristín. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Gjaldtaka landeigenda við Kerið og önnur svæði sem eru á náttúruminjaskrá stenst ekki lög að mati Umhverfisstofnunar. Þá telur stofnunin ekkert í lögum heimila gjaldtöku á öðrum ferðamannastöðum þótt þeir séu ekki á friðlýstum svæðum eða á náttúruminjaskrá. Í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi umhverfis- og auðlindaráðherra á fimmtudag segir að stofnunin hafi nú til skoðunar hvort beita eigi ákvæði í lögum sem heimilar Umhverfisstofnun að gera samning við landeigendur um að innheimta slíkt gjald. Verði það gert yrði innheimta aðgangseyris við Kerið lögmæt, að mati stofnunarinnar.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.„Það er ákveðin óvissa um hvernig beita á þessu ákvæði, hvort við eigum að gera samning við þann landeiganda sem vill rukka, eða ætlar sér að rukka,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Fá verði svör við því hver eigi að ákveða upphæð gjaldsins, hver eigi að geyma peningana og í hvað eigi að nota þá. Þá þurfi að skýra hver eigi að meta álag og spjöll á svæðum. Þetta verði að skoða nánar. „Áður en við tökum einhverja ákvörðun verður að skýrast um hvað slíkur samningur ætti að snúast,“ segir Kristín. „Við munum óska eftir því að fá fund með ráðuneytinu um hvernig við höldum áfram með þetta.“ Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði um að heimilt sé að innheimta gjald fyrir þjónustu á friðlýstum svæðum og náttúruverndarsvæðum. Þar segir að Umhverfisstofnun, eða aðili sem stofnunin felur að reka svæði, geti ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu á slíkum svæðum. Þá geti stofnunin, eða rekstraraðili, einnig ákveðið að innheimta gjald fyrir aðgang að svæðinu „ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum“. Kerið er á náttúruverndarsvæði og fellur því undir þessi lagaákvæði, segir Kristín. Landeigendur í Kerinu hafa innheimt gjald af ferðamönnum frá því í júní í fyrra. Geysir í Haukadal er einnig á náttúruminjaskrá, en þar hefur verið sett lögbann á gjaldtöku að kröfu ríkisins og eru málaferli í gangi fyrir dómstólum. „Við erum að benda á að það eru sérstakar reglur sem gilda um þessi náttúruverndarsvæði og þar eru reglurnar skýrar. Hins vegar er ákveðinn óskýrleiki varðandi önnur landsvæði,“ segir Kristín. Hún segir það skilning Umhverfisstofnunar að það þurfi lagaheimild til að innheimta aðgangseyri til að skoða náttúruna, jafnvel á svæðum sem ekki eru friðlýst eða á náttúruverndarskrá. Kristín segir slíka heimild ekki til staðar. Á hinn bóginn sé heimilt samkvæmt lögum að loka svæðum til að hlífa þeim við álagi, sem augljóslega sé mjög takmarkandi fyrir almannarétt. „Lagaumhverfið er einfaldlega ekki nógu skýrt í þessum tilvikum, og úr því er brýnt að bæta,“ segir Kristín.Lögin ekki hugsuð fyrir mikinn fjölda Í bréfi Umhverfisstofnunar til umhverfis- og auðlindaráðherra er farið yfir þau lög sem gilda um rétt almennings til að ferðast óhindrað um náttúruna, og um leið heimildir til gjaldtöku af þeim sem ferðast um landið. „Löggjöfin okkar er ekki undir það búin að taka á móti svona miklum fjölda ferðamanna,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Hún segir að skýra þurfi aðgengi og aðgangstakmarkanir, hvenær megi stunda gjaldtöku og í hvað féð eigi að fara. Til stóð að ný lög um náttúruvernd tækju gildi í apríl síðastliðnum. Gildistöku laganna var frestað, og til stendur að endurskoða þau. Ákvæði um gjaldheimtu í nýju lögunum er svo til samhljóða ákvæði í eldri lögunum. Kristín segir mikilvægt að þessi hluti laganna verði endurskoðaður. Umhverfisstofnun er hlynnt því að komið verði upp einu heildstæðu kerfi fyrir gjaldtöku af ferðamannastöðum, eins og nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum. „Við teljum að það að koma upp gjaldtöku víða um land sé ekki til þess að bæta almannarétt. Það er einnig mjög slæmt fyrir ímynd Íslands,“ segir Kristín.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira