Innlent

Skoða regluverk til að stemma stigu við tjóni af myglusveppi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra vill draga úr myglusvepp.
Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra vill draga úr myglusvepp. Fréttablaðið/Valli
Starfshópur sem endurskoða á lög og reglur með tilliti til myglusvepps og þess tjóns sem hann getur valdið hefur verið skipaður af Sigurði Inga Jóhannssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra.



„Hlutverk starfshópsins er meðal annars að skoða lög og reglugerðir á sviði byggingarmála og þær kröfur sem þar eru gerðar til byggingarvara og við mannvirkjagerð. Þá á hópurinn að fara yfir eftirlit stjórnvalda og leiðbeiningar og fræðslu til fagaðila í ljósi þess vanda sem myglusveppur í húsnæði getur valdið,“ segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×