Fréttamenn frá BBC mættir til Íslands Snærós Sindradóttir skrifar 16. júní 2014 00:01 Æðarungarnir sem fá skjól hjá bændunum í Hvallátrum eru hændir að þeim sem sjá um þá. Hér sést Þorvaldur Þór Björnsson æðarbóndi með ungunum sínum. Börnin í eynni taka ungana oft með í sjósund. Fréttablaðið/Ian Llewellyn „Þetta er bara hobbí hjá okkur,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, æðarbóndi í Hvallátrum í Breiðafirði. Um fjörutíu manns taka þátt í dúntínslu í eyjunum frá byrjun júní en öll vinnan er unnin af sjálfboðaliðum. Menn frá náttúrulífsdeild Breska ríkisútvarpsins, BBC, fylgjast grannt með lífinu í eynni en þeir hafa ætlað sér að koma og mynda æðarfuglinn í fjögur ár. „Einn þeirra fór út í búð og keypti bók um Ísland á eitt pund. Þá kviknaði hjá honum áhugi á að gera eitthvað úr þessu,“ segir Þorvaldur. „Æðarfuglinn leikur stórt hlutverk í myndinni þeirra. Síðan hafa fléttast inn fleiri hlutir sem þeir vilja líka gera góð skil. Þeir fóru til dæmis og skoðuðu eggjatöku í Grímsey og hvernig á að háfa lunda.“ Veðrið hefur leikið við fólkið í Hvallátrum. „Mennirnir frá BBC eru búnir að vera á nærbolnum í sólskini alla daga. Þeim finnst það skrítið þegar allir hafa talað um að á Íslandi sé alltaf hrollkalt.“ Seinni leitir hófust á föstudag og hefur dúntínslan gengið vel. „Stemningin er góð og veðrið hefur verið einstakt í sumar. Við þurfum að fara í um það bil 267 eyjar og hólma svo þetta er mikið verk,“ segir Þorvaldur. Heimtur eru misjafnar eftir árum en algengt er að það náist að safna á bilinu fjörutíu til fimmtíu kílóum af æðardúni í Hvallátrum. Dúnninn er meðal annars seldur til Japans og Þýskalands í gegnum fyrirtækið Íslenskur æðardúnn ehf. Það eru sjö eigendur sem koma að Hvallátrum en æðardúnninn er ekki þeirra helsta atvinna. „Menn taka sér bara frí til að gera þetta. Við tökum ekki krónu af því sem kemur inn heldur fer það allt í reksturinn.“ Ágóðinn af æðardúninum hefur farið í viðhald í eynni en þar er reisulegt íbúðarhús og skemma. „Við höfum verið að endurnýja þök og mála hús og svona. Svo keyptum við gröfu og tæki til að geta sinnt þessu betur. Við vorum líka að kaupa stóran bát til að komast á milli því það hefur verið talað um að Baldur verði lagður niður.“ Breiðafjarðarferjan Baldur hefur hingað til komið gestum Hvallátra út í Flatey en þaðan hefur smærri bátur ferjað alla út í eyju. Í Hvallátrum er æðarungum sem eru veikir eða hafa týnt móður sinni komið á legg. „Krakkarnir fara svo í sjóbað með ungunum og synda með þeim og svona.“ Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Þetta er bara hobbí hjá okkur,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, æðarbóndi í Hvallátrum í Breiðafirði. Um fjörutíu manns taka þátt í dúntínslu í eyjunum frá byrjun júní en öll vinnan er unnin af sjálfboðaliðum. Menn frá náttúrulífsdeild Breska ríkisútvarpsins, BBC, fylgjast grannt með lífinu í eynni en þeir hafa ætlað sér að koma og mynda æðarfuglinn í fjögur ár. „Einn þeirra fór út í búð og keypti bók um Ísland á eitt pund. Þá kviknaði hjá honum áhugi á að gera eitthvað úr þessu,“ segir Þorvaldur. „Æðarfuglinn leikur stórt hlutverk í myndinni þeirra. Síðan hafa fléttast inn fleiri hlutir sem þeir vilja líka gera góð skil. Þeir fóru til dæmis og skoðuðu eggjatöku í Grímsey og hvernig á að háfa lunda.“ Veðrið hefur leikið við fólkið í Hvallátrum. „Mennirnir frá BBC eru búnir að vera á nærbolnum í sólskini alla daga. Þeim finnst það skrítið þegar allir hafa talað um að á Íslandi sé alltaf hrollkalt.“ Seinni leitir hófust á föstudag og hefur dúntínslan gengið vel. „Stemningin er góð og veðrið hefur verið einstakt í sumar. Við þurfum að fara í um það bil 267 eyjar og hólma svo þetta er mikið verk,“ segir Þorvaldur. Heimtur eru misjafnar eftir árum en algengt er að það náist að safna á bilinu fjörutíu til fimmtíu kílóum af æðardúni í Hvallátrum. Dúnninn er meðal annars seldur til Japans og Þýskalands í gegnum fyrirtækið Íslenskur æðardúnn ehf. Það eru sjö eigendur sem koma að Hvallátrum en æðardúnninn er ekki þeirra helsta atvinna. „Menn taka sér bara frí til að gera þetta. Við tökum ekki krónu af því sem kemur inn heldur fer það allt í reksturinn.“ Ágóðinn af æðardúninum hefur farið í viðhald í eynni en þar er reisulegt íbúðarhús og skemma. „Við höfum verið að endurnýja þök og mála hús og svona. Svo keyptum við gröfu og tæki til að geta sinnt þessu betur. Við vorum líka að kaupa stóran bát til að komast á milli því það hefur verið talað um að Baldur verði lagður niður.“ Breiðafjarðarferjan Baldur hefur hingað til komið gestum Hvallátra út í Flatey en þaðan hefur smærri bátur ferjað alla út í eyju. Í Hvallátrum er æðarungum sem eru veikir eða hafa týnt móður sinni komið á legg. „Krakkarnir fara svo í sjóbað með ungunum og synda með þeim og svona.“
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira