Vilja skoða niðurgreiðslu nikótínlyfja Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 13. júní 2014 00:00 Tíðni daglegra reykinga er þrefalt hærri á meðal þeirra sem eru með grunnskólapróf en þeirra sem eru með háskólapróf. Sams konar munur er eftir tekjum. Þó nokkur munur er á tíðni reykinga milli landshluta. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknarinnar Heilsa og líðan Íslendinga 2012. Í ljósi þessara niðurstaðna er ástæða til að skoða breytingar á áherslum í framkvæmd tóbaksvarna, að sögn Viðars Jenssonar, verkefnisstjóra tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu. „Í Danmörku hefur til dæmis eitt sveitarfélag boðið þeim sem eru með minni menntun, lægri tekjur, atvinnulausum og öðrum ákveðnum hópum sérstök úrræði eins og einstaklingsmiðaða meðferð og niðurgreiðslu á nikótínlyfjum. Þessar tilraunir hafa gefist vel upp á síðkastið. Stofnaður hefur verið sjóður til þess að gefa fleiri sveitarfélögum tækifæri til að fara sömu leið. Við höldum að það sé komið að því að fara í sértækari úrræði hér á landi en við höfum gert áður,“ segir Viðar. Hann getur þess að menntun og helstu atvinnugreinar geti verið möguleg skýring á muninum á tíðni reykinga milli landshluta. Á grundvelli greininga á breytum megi mögulega byggja staðbundnar aðgerðir í sveitarfélögum landsins. Tíðni daglegra reykinga er hæst á Suðurnesjum hjá báðum kynjum. Tíðnin lækkar hins vegar í öllum heilbrigðisumdæmum milli 2007 og 2012 sem Viðar segir ánægjulegar niðurstöður. „Sá hópur sem hefur aldrei reykt er nú fjölmennari en sá sem hefur einhvern tíma reykt eða reykir enn. Nú reykja um 12 prósent Íslendinga daglega. Stöðug lækkun daglegra reykinga hjá ungu fólki er jafnframt mikið ánægjuefni. Þessir tveir þættir gefa manni von um varanlegan árangur.“ Frá 2000 til 2013 lækkaði tíðni daglegra reykinga á meðal framhaldsskólanema úr 21 prósenti í 7,6 prósent. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Tíðni daglegra reykinga er þrefalt hærri á meðal þeirra sem eru með grunnskólapróf en þeirra sem eru með háskólapróf. Sams konar munur er eftir tekjum. Þó nokkur munur er á tíðni reykinga milli landshluta. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknarinnar Heilsa og líðan Íslendinga 2012. Í ljósi þessara niðurstaðna er ástæða til að skoða breytingar á áherslum í framkvæmd tóbaksvarna, að sögn Viðars Jenssonar, verkefnisstjóra tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu. „Í Danmörku hefur til dæmis eitt sveitarfélag boðið þeim sem eru með minni menntun, lægri tekjur, atvinnulausum og öðrum ákveðnum hópum sérstök úrræði eins og einstaklingsmiðaða meðferð og niðurgreiðslu á nikótínlyfjum. Þessar tilraunir hafa gefist vel upp á síðkastið. Stofnaður hefur verið sjóður til þess að gefa fleiri sveitarfélögum tækifæri til að fara sömu leið. Við höldum að það sé komið að því að fara í sértækari úrræði hér á landi en við höfum gert áður,“ segir Viðar. Hann getur þess að menntun og helstu atvinnugreinar geti verið möguleg skýring á muninum á tíðni reykinga milli landshluta. Á grundvelli greininga á breytum megi mögulega byggja staðbundnar aðgerðir í sveitarfélögum landsins. Tíðni daglegra reykinga er hæst á Suðurnesjum hjá báðum kynjum. Tíðnin lækkar hins vegar í öllum heilbrigðisumdæmum milli 2007 og 2012 sem Viðar segir ánægjulegar niðurstöður. „Sá hópur sem hefur aldrei reykt er nú fjölmennari en sá sem hefur einhvern tíma reykt eða reykir enn. Nú reykja um 12 prósent Íslendinga daglega. Stöðug lækkun daglegra reykinga hjá ungu fólki er jafnframt mikið ánægjuefni. Þessir tveir þættir gefa manni von um varanlegan árangur.“ Frá 2000 til 2013 lækkaði tíðni daglegra reykinga á meðal framhaldsskólanema úr 21 prósenti í 7,6 prósent.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira