Innlent

„Konur þurfa að stóla á sig til þess að stóla á aðrar konur" - Myndaveisla frá Nordisk Forum

Snærós Sindradóttir skrifar
Myndir/Hannie Mist
Þær skipta hundruðum, íslensku konurnar sem héldu út til Malmö á jafnréttisráðstefnuna Nordisk Forum sem hófst í gær.

Frú Vigdís Finnbogadóttir heldur erindi á ráðstefnunni sem og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Dóttir Guðrúnar og verðandi forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, er stödd á ráðstefnunni sem og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands sem sat í Stjórnlagaráði. Femínistinn Hildur Lilliendahl verður í Malmö og Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, líka.

„Konur þurfa að stóla á sig til þess að stóla á aðrar konur," sagði Vigdís meðal annars í ræðu sinni í gær.

Þá mun Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, taka þátt í viðburði á vegum sósíaldemókrata og Þórlaug Ágústsdóttir, sem skipaði þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavík, halda fyrirlestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×