Innlent

Slys algeng meðal ungs fólks

Svavar Hávarðsson skrifar
Slysum meðal ungra starfsmanna í fiskvinnslu hefur fjölgað síðustu ár og eru langalgengust í yngstu aldurshópunum.
Slysum meðal ungra starfsmanna í fiskvinnslu hefur fjölgað síðustu ár og eru langalgengust í yngstu aldurshópunum. Visir/Stefán
Vinnuslysum starfsfólks í fiskvinnslu hefur fjölgað ár frá ári um langt skeið. Tilkynnt vinnuslys voru helmingi fleiri árið 2011 en áratug fyrr. Vinnueftirlitið réðst í sérstakt eftirlitsátak vegna þessa í fyrra.

Helgi Haraldsson, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu, leiddi verkefnið. Hann segir fjölgun vinnuslysa í fiskvinnslu koma á óvart og afar neikvætt að staðan sé með þessum hætti.

Menn velta fyrir sér ástæðunum, hvort tölfræðin ýki vandann. En þegar kafað er dýpra sést að skýringin er til dæmis ekki sú að fyrirtækin séu duglegri að tilkynna slysin en áður var.

Þetta eru einnig alvöru slys, ef svo má segja, og ekki um frekari skráningu smáslysa að ræða sem skýrir þetta, segir Helgi og hnykkir á því að áþekka fjölgun vinnuslysa sé ekki að finna í öðrum atvinnugreinum.

Hann segir eftirtektarvert að slysum meðal ungra starfsmanna hefur fjölgað og eru langalgengust í yngstu aldurshópunum, bæði undir 18 ára og á aldursbilinu 19 til 24 ára.

Því megi spyrja sig hvort þjálfun, fræðsla og upplýsingagjöf til starfsmanna sé ekki ein skýringanna.


Tengdar fréttir

„Þetta er óásættanlegt og kallar á aðgerðir“

Vinnueftirlitið réðst í rannsókn á tíðni vinnuslysa á síðasta ári og segir hana vera að aukast. Rekstrarstjóri fiskvinnslu á Vestfjörðum segir skýringuna vera þá að skráning hafi batnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×