Innlent

Ægir við eftirlit út af landinu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Varðskipin Þór og Ægir í Reykjavíkurhöfn.
Varðskipin Þór og Ægir í Reykjavíkurhöfn. Fréttablaðið/GVA
Varðskipið Ægir er nú við eftirlit á hafsvæðinu umhverfis Ísland, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar.

„Með í för eru vísindamenn sem munu vera við botnsýnatöku og er í ferðinni gert er ráð fyrir að skipið muni sinna vinnu við ljósdufl ásamt almennum eftirlits- og löggæslustörfum,“ segir þar.

Tekið er fram að yfirstýrimaður sé nýr í sínu starfi og meðalaldur áhafnar því lægri en verið hafi síðustu ár.

Andri Leifsson heitir yfirstýrimaðurinn, en aðrir skipstjórnarmenn eru sagðir Magnús Pálmar Jónsson, fyrsti stýrimaður og Gísli Valur Arnarson, annar stýrimaður.

Er þess jafnframt getið að þegar skipið lagði úr höfn voru 33 ár síðan Einar Valsson skipherra hóf störf hjá Landhelgisgæslunni, þá sem 15 ára gamall „messagutti“.

„Hann hefur síðan þá auk þess að klára stýrimannaskólann gegnt störfum sem háseti, bátsmaður, stýrimaður og undanfarin fimm ár sem fastráðinn skipherra,“ segir í frétt Gæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×