Bakaði pítsu fyrir Steinda Jr og Gunnar Nelson Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. júní 2014 09:00 Sigurður Friðriksson kann sitt fag í flatbökusmíði. Vísir/Daníel „Ég myndi kannski ekki segja að ég sé besti pitsubakari Domino´s en ég er allavega yngsti vaktstjórinn í Skeifunni,“ segir hinn 18 ára gamli flatbökusmiður, Sigurður Friðriksson, sem stal senunni á kosninganótt þegar hann heillaði þjóðina með fögrum flatbökubakstri í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Þau komu hálftíma fyrir útsendingu og spurðu hvort þau mættu taka viðtal við mig. Þegar viðtalið hófst var törnin að byrja og mikið að gera,“ segir Sigurður sem var önnum kafinn þegar viðtalið átti sér stað. Sigurður hefur unnið á Domino´s í tvö ár og því býsna reyndur í flatbökubransanum. Hefur hann bakað pitsu fyrir einhverja fræga einstaklinga? „Já, ég hef bakað fyrir Steinda jr., Ingó Veðurguð og Gunnar Nelson. Ég hef eflaust bakað fyrir fleiri þekkta einstaklinga, sem ég man bara ekki eftir.“ Spurður út í hina fullkomnu pitsu, þá segir Sigurður þolinmæðina skipta mestu máli. „Það þarf þolinmæði ef þú ætlar að búa til góða pitsu, einnig er gott að hafa tíma, annars gengur þetta ekki upp.“ Þrátt fyrir viðtalið vinsæla segist Sigurður ekki hafa orðið fyrir miklu aðkasti. „Það kom einn kúnni upp að mér í gær og sagðist þekkja mig frá því í viðtalinu,“ segir Sigurður en hann bætir við að vinabeiðnir og pot á fésbókarsíðu sinni hafi verið í lágmarki þrátt fyrir viðtalið.Þetta er ein myndarleg baka.Fyrir utan pitsubakstur leikur Sigurður á saxófón og hefur unnið til verðlauna á þeim vettvangi og einnig komist í sjónvarpið. „Ég spilaði á saxófón í fjögur ár og við komumst í sjónvarpið að mig minnir þegar við unnum til verðlauna á Nótunni, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Ég keppti þar með skólahljómsveit Grafarvogs.“ Uppáhaldslag Sigurðar að spila er lagið Careless Whisper með George Michael. Hann stundar nám á tölvubraut með áherslu á kerfisfræði í Tækniskólanum og hefur áhuga á forritun og tónlist. „Ég er netstjóri hjá lan-nefnd Tækniskólans og sé um að allir séu með jafnan netaðgang í laninu og díla líka við tæknileg vandamál. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla gera í framhaldinu en kann vel við mig hjá Domino´s.“ Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
„Ég myndi kannski ekki segja að ég sé besti pitsubakari Domino´s en ég er allavega yngsti vaktstjórinn í Skeifunni,“ segir hinn 18 ára gamli flatbökusmiður, Sigurður Friðriksson, sem stal senunni á kosninganótt þegar hann heillaði þjóðina með fögrum flatbökubakstri í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Þau komu hálftíma fyrir útsendingu og spurðu hvort þau mættu taka viðtal við mig. Þegar viðtalið hófst var törnin að byrja og mikið að gera,“ segir Sigurður sem var önnum kafinn þegar viðtalið átti sér stað. Sigurður hefur unnið á Domino´s í tvö ár og því býsna reyndur í flatbökubransanum. Hefur hann bakað pitsu fyrir einhverja fræga einstaklinga? „Já, ég hef bakað fyrir Steinda jr., Ingó Veðurguð og Gunnar Nelson. Ég hef eflaust bakað fyrir fleiri þekkta einstaklinga, sem ég man bara ekki eftir.“ Spurður út í hina fullkomnu pitsu, þá segir Sigurður þolinmæðina skipta mestu máli. „Það þarf þolinmæði ef þú ætlar að búa til góða pitsu, einnig er gott að hafa tíma, annars gengur þetta ekki upp.“ Þrátt fyrir viðtalið vinsæla segist Sigurður ekki hafa orðið fyrir miklu aðkasti. „Það kom einn kúnni upp að mér í gær og sagðist þekkja mig frá því í viðtalinu,“ segir Sigurður en hann bætir við að vinabeiðnir og pot á fésbókarsíðu sinni hafi verið í lágmarki þrátt fyrir viðtalið.Þetta er ein myndarleg baka.Fyrir utan pitsubakstur leikur Sigurður á saxófón og hefur unnið til verðlauna á þeim vettvangi og einnig komist í sjónvarpið. „Ég spilaði á saxófón í fjögur ár og við komumst í sjónvarpið að mig minnir þegar við unnum til verðlauna á Nótunni, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Ég keppti þar með skólahljómsveit Grafarvogs.“ Uppáhaldslag Sigurðar að spila er lagið Careless Whisper með George Michael. Hann stundar nám á tölvubraut með áherslu á kerfisfræði í Tækniskólanum og hefur áhuga á forritun og tónlist. „Ég er netstjóri hjá lan-nefnd Tækniskólans og sé um að allir séu með jafnan netaðgang í laninu og díla líka við tæknileg vandamál. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla gera í framhaldinu en kann vel við mig hjá Domino´s.“
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira