Bakaði pítsu fyrir Steinda Jr og Gunnar Nelson Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. júní 2014 09:00 Sigurður Friðriksson kann sitt fag í flatbökusmíði. Vísir/Daníel „Ég myndi kannski ekki segja að ég sé besti pitsubakari Domino´s en ég er allavega yngsti vaktstjórinn í Skeifunni,“ segir hinn 18 ára gamli flatbökusmiður, Sigurður Friðriksson, sem stal senunni á kosninganótt þegar hann heillaði þjóðina með fögrum flatbökubakstri í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Þau komu hálftíma fyrir útsendingu og spurðu hvort þau mættu taka viðtal við mig. Þegar viðtalið hófst var törnin að byrja og mikið að gera,“ segir Sigurður sem var önnum kafinn þegar viðtalið átti sér stað. Sigurður hefur unnið á Domino´s í tvö ár og því býsna reyndur í flatbökubransanum. Hefur hann bakað pitsu fyrir einhverja fræga einstaklinga? „Já, ég hef bakað fyrir Steinda jr., Ingó Veðurguð og Gunnar Nelson. Ég hef eflaust bakað fyrir fleiri þekkta einstaklinga, sem ég man bara ekki eftir.“ Spurður út í hina fullkomnu pitsu, þá segir Sigurður þolinmæðina skipta mestu máli. „Það þarf þolinmæði ef þú ætlar að búa til góða pitsu, einnig er gott að hafa tíma, annars gengur þetta ekki upp.“ Þrátt fyrir viðtalið vinsæla segist Sigurður ekki hafa orðið fyrir miklu aðkasti. „Það kom einn kúnni upp að mér í gær og sagðist þekkja mig frá því í viðtalinu,“ segir Sigurður en hann bætir við að vinabeiðnir og pot á fésbókarsíðu sinni hafi verið í lágmarki þrátt fyrir viðtalið.Þetta er ein myndarleg baka.Fyrir utan pitsubakstur leikur Sigurður á saxófón og hefur unnið til verðlauna á þeim vettvangi og einnig komist í sjónvarpið. „Ég spilaði á saxófón í fjögur ár og við komumst í sjónvarpið að mig minnir þegar við unnum til verðlauna á Nótunni, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Ég keppti þar með skólahljómsveit Grafarvogs.“ Uppáhaldslag Sigurðar að spila er lagið Careless Whisper með George Michael. Hann stundar nám á tölvubraut með áherslu á kerfisfræði í Tækniskólanum og hefur áhuga á forritun og tónlist. „Ég er netstjóri hjá lan-nefnd Tækniskólans og sé um að allir séu með jafnan netaðgang í laninu og díla líka við tæknileg vandamál. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla gera í framhaldinu en kann vel við mig hjá Domino´s.“ Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
„Ég myndi kannski ekki segja að ég sé besti pitsubakari Domino´s en ég er allavega yngsti vaktstjórinn í Skeifunni,“ segir hinn 18 ára gamli flatbökusmiður, Sigurður Friðriksson, sem stal senunni á kosninganótt þegar hann heillaði þjóðina með fögrum flatbökubakstri í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Þau komu hálftíma fyrir útsendingu og spurðu hvort þau mættu taka viðtal við mig. Þegar viðtalið hófst var törnin að byrja og mikið að gera,“ segir Sigurður sem var önnum kafinn þegar viðtalið átti sér stað. Sigurður hefur unnið á Domino´s í tvö ár og því býsna reyndur í flatbökubransanum. Hefur hann bakað pitsu fyrir einhverja fræga einstaklinga? „Já, ég hef bakað fyrir Steinda jr., Ingó Veðurguð og Gunnar Nelson. Ég hef eflaust bakað fyrir fleiri þekkta einstaklinga, sem ég man bara ekki eftir.“ Spurður út í hina fullkomnu pitsu, þá segir Sigurður þolinmæðina skipta mestu máli. „Það þarf þolinmæði ef þú ætlar að búa til góða pitsu, einnig er gott að hafa tíma, annars gengur þetta ekki upp.“ Þrátt fyrir viðtalið vinsæla segist Sigurður ekki hafa orðið fyrir miklu aðkasti. „Það kom einn kúnni upp að mér í gær og sagðist þekkja mig frá því í viðtalinu,“ segir Sigurður en hann bætir við að vinabeiðnir og pot á fésbókarsíðu sinni hafi verið í lágmarki þrátt fyrir viðtalið.Þetta er ein myndarleg baka.Fyrir utan pitsubakstur leikur Sigurður á saxófón og hefur unnið til verðlauna á þeim vettvangi og einnig komist í sjónvarpið. „Ég spilaði á saxófón í fjögur ár og við komumst í sjónvarpið að mig minnir þegar við unnum til verðlauna á Nótunni, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Ég keppti þar með skólahljómsveit Grafarvogs.“ Uppáhaldslag Sigurðar að spila er lagið Careless Whisper með George Michael. Hann stundar nám á tölvubraut með áherslu á kerfisfræði í Tækniskólanum og hefur áhuga á forritun og tónlist. „Ég er netstjóri hjá lan-nefnd Tækniskólans og sé um að allir séu með jafnan netaðgang í laninu og díla líka við tæknileg vandamál. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla gera í framhaldinu en kann vel við mig hjá Domino´s.“
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög