Innlent

Svínaræktendum gengur illa að fá dýralækna til að gelda grísi

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Svínaræktendur ætla að hætt að gelda grísi án deyfingar.
Svínaræktendur ætla að hætt að gelda grísi án deyfingar.
 „Við verðum að láta á það reyna hvort við fáum dýralækna til að gelda grísi fyrir okkur. Ef það gengur ekki verða stjórnvöld að koma að málinu,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.



Svínaræktarfélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að það það yrði hætt að gelda grísi með þeim hætti sem tíðkað hefur verið.

Það er að taka grísina og gelda þá án deyfingar. Slíkt var bannað með lögum frá síðustu áramótum.

Þær leiðir sem taldar eru koma til greina eru að deyfa eða svæfa dýrin og gelda svo. Samkvæmt lögum um velferð dýra sem tóku gildi um áramót eru það dýralæknar sem eiga að gelda dýrin.

Talið er að á hverju ári þurfi að gelda um 30 þúsund grísi hér á landi.

Hörður segir að svínaræktendum hafi gengið illa að fá dýralækna til að gelda. Stór svínabú hafi auglýst eftir dýralæknum en án árangurs.

„Við ætlum hins vegar að láta á það reyna hvort við fáum dýralækna til að sinna þessu. Ef það tekst ekki er það ekki okkar sök,“ segir Hörður.

Hann segir að til lengri tíma litið hljóti besta leiðin út frá velferð dýranna að vera að hætta geldingum alfarið. Fylgst verði náið með hvernig þau mál þróist erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×