Innlent

Vilja jafnan hlut fatlaðra í nefndum

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segir óásættanleg að fatlaðir hafi ekki meira um sín mál að segja en raun ber vitni.
Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segir óásættanleg að fatlaðir hafi ekki meira um sín mál að segja en raun ber vitni.
Verulega hallar á fatlaða í nefndum á vegum ríkis og sveitarfélaga sem eiga að fjalla um málefni þeirra.

„Ekkert um okkur án okkar,“

segir Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar.

Bergur Þorri segir að í 13 manna nefnd sem eigi að endurskoða lög um málefni fatlaðra og semja nýtt lagafrumvarp þar að lútandi sitji einn fulltrúi Öryrkjabandalagins og annar frá Þroskahjálp.

„Við höfum rætt við Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra og farið þess á leit að fulltrúum fatlaðra í nefndinni verði fjölgað en svarið sem við fengum frá ráðherra var stutt og laggott nei,“ segir Bergur Þorri og telur algerlega óásættanlegt að fatlaðir hafi ekki meira um sín mál að segja.

Hann tiltekur að í samráðsnefnd sveitarfélaga og ríkisins um málefni fatlaðra sitji átta fulltrúar, þrír frá sveitarfélögunum, velferðar-, fjármála- og innanríkisráðuneytið eigi einn fulltrúa hvert og síðan eigi Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hvort sinn fulltrúann.

Bergur Þorri segir að Sjálfsbjörg telji eðlilegt að fatlaðir eigi jafnmarga fulltrúa og sveitarfélögin í nefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×