Innlent

Fatlaðir óttast um stöðu sína

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Ferðaþjónusta fatlaðra verður lögð niður í núverandi mynd. 24 starfsmönnum verður sagt upp störfum.
Ferðaþjónusta fatlaðra verður lögð niður í núverandi mynd. 24 starfsmönnum verður sagt upp störfum. Fréttablaðið/Anton
Öllum starfsmönnum Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík, 24 talsins, var tilkynnt í gær á fundi hjá Strætó bs. að þeim yrði sagt upp störfum í sumar.

Ástæðan er sú að bjóða á út aksturshluta Ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu og hættir starfsemin í núverandi mynd um áramót.

Flestir þeirra sem missa vinnuna eru bílstjórar. Við getum ekki tryggt þeim sambærileg störf eftir ármót og því er þeim sagt upp,? segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., en bætir við að ökumönnunum verði boðin vinna við akstur strætisvagna.

Þrír fatlaðir vinna í þjónustuveri sem rekið hefur verið fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra. Það fólk óttast mjög um stöðu sína þar sem það hefur skert starfsþrek.

Reynir segir að stöðugildum í almennu þjónustuveri Strætó fjölgi um þrjú eftir að Ferðaþjónusta fatlaðra verður lögð niður. Í þær stöður verði ráðið samkvæmt hæfnismati.

„Uppfylli fatlaðir þær kröfur sem gerðar verða eiga þeir sömu möguleika á að hljóta störfin og þeir sem ófatlaðir eru,“ segir Reynir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×