Innlent

Mávarnir vilja brauð og unga

Brjánn Jónasson skrifar
Mávarnir sækja mikið í brauðið og éta auk þess andarunga þegar þeir komast í þá.
Mávarnir sækja mikið í brauðið og éta auk þess andarunga þegar þeir komast í þá. Fréttablaðið/Valli
Engin þörf er á að gefa öndunum á Tjörninni í Reykjavík brauð yfir sumarmánuðina, og hafa borgaryfirvöld nú mælst til þess að borgarbúar hætti brauðgjöfum þar til kólna fer í veðri.

Í frétt á síðu Reykjavíkurborgar segir að endurnar hafi næga fæðu í Tjörninni yfir sumartímann til að framfleyta sér og ungum sínum. Brauðgjafirnar laða hins vegar að sílamávinn, sem er farfugl og því aðeins vandamál á Tjörninni á sumrin.

Sílamávurinn gæðir sér einnig á andarungum þegar hann nær til, sérstaklega þeim minnstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×