Innlent

Grunnskólanemar styrkja Klepp

Bjarki Ármannsson skrifar
Thelma tekur við söfnunarfénu frá Hugrúnu og félögum í nemendaráði í gær.
Thelma tekur við söfnunarfénu frá Hugrúnu og félögum í nemendaráði í gær. Fréttablaðið/Vilhelm
Nemendaráð Ölduselsskóla afhenti í gær Kleppsspítala sjötíu þúsund krónur sem söfnuðust á vorhátíð skólans. Nemendurnir áttu sjálfir frumkvæðið að söfnuninni eftir að þeir fengu kynningu á starfsemi spítalans í vetur.

„Árgangurinn okkar fór í kynningar upp á Klepp,“ segir Hugrún Egla Einarsdóttir, gjaldkeri nemendaráðsins. „Þetta var ótrúlega áhugavert og okkur langaði að safna og gera eitthvað fyrir þau.“

Það var Thelma Dögg Valdimarsdóttir, sjúkraliði á öryggisgeðdeild og móðir nemanda í Ölduselsskóla, sem hóf að kynna starfsemina á Kleppi fyrir grunnskólanemum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×