Gögn málsins sanna ekki morðið á Karli Snærós Sindradóttir skrifar 28. maí 2014 00:01 Friðrik Brynjar Friðriksson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. VÍSIR/Vilhelm Það er álit tveggja dómkvaddra matsmanna að ekki sé hægt að segja til um það með afgerandi hætti hvort Friðrik Brynjar Friðriksson varð Karli Jónssyni að bana, eða ekki, í maí í fyrra. Friðrik Brynjar var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir morðið á Karli. Vitnaleiðslur fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir tveimur dómkvöddum matsmönnum sem fengnir voru til að yfirfara rannsókn málsins og þau gögn sem liggja fyrir. Matsmennirnir gagnrýndu meðal annars ljósmyndir sem lögregla hafði tekið af vettvangi glæpsins en sumar þeirra voru óskýrar og ónothæfar við yfirferð matsmannanna. Þá vantaði ljósmyndir frá öllum sjónarhornum meðal annars í tilfelli blóðugs handarfars sem fannst á svalahandriði íbúðarinnar þar sem Karl var drepinn. Einnig voru myndir af blóðdropum í forstofu íbúðarinnar óstaðsettar og svo virtist sem erfitt hefði verið að greina af myndunum stærð dropanna. Engin útskýring hefur fengist á blóðdropunum í forstofunni. Það sem vekur athygli í málinu er að ekkert blóð fannst á hvítri peysu Friðriks sem hann var í kvöldið sem morðið átti sér stað. Gillian Leak, breskur matsmaður, sagði að það eitt og sér sanni þó ekki sakleysi Friðriks. Hún sagðist oft hafa unnið að svipuðum morðmálum þar sem lítið blóð hefði slest á gerandann og hefði það meðal annars með staðsetningu morðingjans að gera. Kraftur stungnanna skiptir jafnframt máli en Karl var stunginn með svo miklu afli að bæði blað og skefti hnífsins sem notaður var brotnaði. Í dómsal var tekist á um hvort framburður Friðriks Brynjars stæðist skoðun. Hann greindi frá því að hann hefði komið að líki Karls og dregið það út á svalir. Lítið blóð hafði myndast þar sem líkið hafði verið stungið og mat saksóknari það sem svo að líkið hefði því verið dregið strax eftir að það var stungið. Gillian Leak sagði þó að vel væri mögulegt að á milli tíu til fimmtán mínútur hefðu liðið frá því að Karl lést af sárum sínum og þar til lík hans var dregið út á svalir. Því til stuðnings vísaði hún til krufningarskýrslu sem sýndi að mikið blóð safnaðist innvortis í Karli án þess að finna sér leið út úr líkamanum. Tengdar fréttir Lögregla notaði úreltar rannsóknaraðferðir Blóðrannsóknir á baðvaski morðvettvangsins hefðu þurft að vera mun ítarlegri. 27. maí 2014 15:08 Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Það er álit tveggja dómkvaddra matsmanna að ekki sé hægt að segja til um það með afgerandi hætti hvort Friðrik Brynjar Friðriksson varð Karli Jónssyni að bana, eða ekki, í maí í fyrra. Friðrik Brynjar var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir morðið á Karli. Vitnaleiðslur fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir tveimur dómkvöddum matsmönnum sem fengnir voru til að yfirfara rannsókn málsins og þau gögn sem liggja fyrir. Matsmennirnir gagnrýndu meðal annars ljósmyndir sem lögregla hafði tekið af vettvangi glæpsins en sumar þeirra voru óskýrar og ónothæfar við yfirferð matsmannanna. Þá vantaði ljósmyndir frá öllum sjónarhornum meðal annars í tilfelli blóðugs handarfars sem fannst á svalahandriði íbúðarinnar þar sem Karl var drepinn. Einnig voru myndir af blóðdropum í forstofu íbúðarinnar óstaðsettar og svo virtist sem erfitt hefði verið að greina af myndunum stærð dropanna. Engin útskýring hefur fengist á blóðdropunum í forstofunni. Það sem vekur athygli í málinu er að ekkert blóð fannst á hvítri peysu Friðriks sem hann var í kvöldið sem morðið átti sér stað. Gillian Leak, breskur matsmaður, sagði að það eitt og sér sanni þó ekki sakleysi Friðriks. Hún sagðist oft hafa unnið að svipuðum morðmálum þar sem lítið blóð hefði slest á gerandann og hefði það meðal annars með staðsetningu morðingjans að gera. Kraftur stungnanna skiptir jafnframt máli en Karl var stunginn með svo miklu afli að bæði blað og skefti hnífsins sem notaður var brotnaði. Í dómsal var tekist á um hvort framburður Friðriks Brynjars stæðist skoðun. Hann greindi frá því að hann hefði komið að líki Karls og dregið það út á svalir. Lítið blóð hafði myndast þar sem líkið hafði verið stungið og mat saksóknari það sem svo að líkið hefði því verið dregið strax eftir að það var stungið. Gillian Leak sagði þó að vel væri mögulegt að á milli tíu til fimmtán mínútur hefðu liðið frá því að Karl lést af sárum sínum og þar til lík hans var dregið út á svalir. Því til stuðnings vísaði hún til krufningarskýrslu sem sýndi að mikið blóð safnaðist innvortis í Karli án þess að finna sér leið út úr líkamanum.
Tengdar fréttir Lögregla notaði úreltar rannsóknaraðferðir Blóðrannsóknir á baðvaski morðvettvangsins hefðu þurft að vera mun ítarlegri. 27. maí 2014 15:08 Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Lögregla notaði úreltar rannsóknaraðferðir Blóðrannsóknir á baðvaski morðvettvangsins hefðu þurft að vera mun ítarlegri. 27. maí 2014 15:08
Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17
Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37
Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36