Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Snærós Sindradóttir skrifar 27. maí 2014 13:36 Friðrik Brynjar við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Austurlands Saksóknari hefur lagt mikla áherslu á það við réttarhöldin í dag að fá svör frá Jóhanni Eyvindssyni matsmanni um það hvenær Karl Jónsson var dreginn út á svalir í kjölfar þess að vera myrtur. Eins og áður segir hefur Friðrik Brynjar viðurkennt að hafa sjálfur dregið Karl út á svalirnar en hann neitar að hafa orðið valdur að dauða hans. Saksóknari bendir á að þrátt fyrir að tæplega níutíu stungur hafi verið á höfði Karls Jónssonar þá hafi ekki myndast blóðpollur þar sem matsmenn telja að hann hafi verið stunginn. Saksóknari gefur því í skyn að Karl hafi verið stunginn og dreginn strax í kjölfarið. Ekki standist að Karl hafi legið á gólfinu í einhvern tíma og þar hafi Friðrik Brynjar komið að honum og dregið út á svalirnar. Saksóknari hefur gengið mjög hart að matsmanni í dag. Fulltrúinn ranghvolfir meðal annars augum og styður fingri við andlit í spurningum sínum og virðist óþolinmóður við matsmanninn. Ástæðan er líklega að matsmaðurinn ítrekar svör sín um að þora ekki að fullyrða um eitt og annað sem bæði verjandi og saksóknari vilja gefa í skyn. Hann vill ekki draga of miklar ályktanir af þeim gögnum sem liggja fyrir.Sletti hundurinn blóðinu?Það sem matsmennirnir vilja meðal annars ekki fullyrða um eru blóðdropar í forstofu íbúðarinnar. Í skýrslu þeirra eru nokkur möguleg dæmi nefnd sem gætu passað við blóðdropana. Ein þeirra er að árásarmaðurinn hafi slett dropunum þegar hann yfirgaf íbúðina. Önnur tilgáta þeirra, og öllu myndrænni, er að hundur sem var á vettvangi glæpsins hafi atast út í blóði Karls og síðan farið í forstofuna þar sem hann hristi sig svo blóðið slettist í „Það sem við höfum eru fjarlægar myndir, óstaðsettar, af dropum. Við teljum þetta vera mjög lítið blóð og við nefnum ýmsar mögulegar orsakir en getum ekki fullyrt neitt um þær,“ segir Jóhann matsmaður.Enn lagt hart að matsmanninumSaksóknari spurði í dag beint út í skýrslu matsmannanna. Í skýrslunni segir meðal annars að niðurstöður matsmanna stemmi við framburð Friðriks Brynjars. Saksóknari gerir athugasemdir við þetta orðalag og bendir á að Friðrik hafi verið margsaga í málinu. „Í einum framburði mannsins segist Friðrik hafa komið að manninum alblóðugum í sófanum. Í annarri skýrslutöku segist hann hafa komið að honum liggjandi að gólfinu. Fyrir dómi segist hann hafa komið að manninum hálfum yfir þröskuldinn en þegar matsmenn hröktu það þá breytti hann aftur framburði sínum. En nú eruð þið að segja að niðurstöður ykkar séu að einhverju leyti í samræmi við framburð Friðriks Brynjars. Og ég velti því þá fyrir mér hvaða framburð þið eigið við. Þetta skiptir svolitlu máli,“ sagði saksóknari meðal annars. Matsmaðurinn gat ekki svarað því um hvaða framburð Friðriks hann ætti við og viðurkenndi að um mistök af sinni hálfu hefði verið. Nú hafa vitnaleiðslur yfir matsmanninum staðið yfir í tvær og hálfa klukkustund. Þegar verjandi Friðriks spyr hann spurninga í lok vitnaleiðslunnar hváir matsmaðurinn og segist "vera orðinn ansi þreyttur.“ Lái honum hver sem vill. Málið er umfangsmikið og hér hefur verið farið yfir mjög umfangsmikil gögn. Í lok vitnaleiðslunnar biður saksóknari matsmanninn um að fara yfir menntun og reynslu sína á þessu sviði. Hann gekk í Indiana University í Bandaríkjunum og tók þar nám sem að þriðjungi var náttúru og eðlisvísindi, þriðjungur tengdist afbrota og lögfræði og þriðjungur vettvangsfræði. Hann fékk meðal annars bóklega kennslu og verklega þjálfun í náminu, þar af 40 klukkustundir sem voru af blóðferlagreiningu og 40 klukkustundir af vettvangsljósmyndun. Hann sá um allar tæknirannsóknir fyrir lögregluna á Suðurnesjum á árunum 2007 til 2009. „Hefur þú komið að blóðferlagreiningum og slíkum rannsóknum áður?“ spyr saksóknari og skýrslutöku lýkur með því að matsmaður segist ekki hafa komið að viðlíka brotum og þessum áður. Hann hafi fengist við sjálfsvíg og blóðferlagreiningar tengdar þeim. Tengdar fréttir Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Saksóknari hefur lagt mikla áherslu á það við réttarhöldin í dag að fá svör frá Jóhanni Eyvindssyni matsmanni um það hvenær Karl Jónsson var dreginn út á svalir í kjölfar þess að vera myrtur. Eins og áður segir hefur Friðrik Brynjar viðurkennt að hafa sjálfur dregið Karl út á svalirnar en hann neitar að hafa orðið valdur að dauða hans. Saksóknari bendir á að þrátt fyrir að tæplega níutíu stungur hafi verið á höfði Karls Jónssonar þá hafi ekki myndast blóðpollur þar sem matsmenn telja að hann hafi verið stunginn. Saksóknari gefur því í skyn að Karl hafi verið stunginn og dreginn strax í kjölfarið. Ekki standist að Karl hafi legið á gólfinu í einhvern tíma og þar hafi Friðrik Brynjar komið að honum og dregið út á svalirnar. Saksóknari hefur gengið mjög hart að matsmanni í dag. Fulltrúinn ranghvolfir meðal annars augum og styður fingri við andlit í spurningum sínum og virðist óþolinmóður við matsmanninn. Ástæðan er líklega að matsmaðurinn ítrekar svör sín um að þora ekki að fullyrða um eitt og annað sem bæði verjandi og saksóknari vilja gefa í skyn. Hann vill ekki draga of miklar ályktanir af þeim gögnum sem liggja fyrir.Sletti hundurinn blóðinu?Það sem matsmennirnir vilja meðal annars ekki fullyrða um eru blóðdropar í forstofu íbúðarinnar. Í skýrslu þeirra eru nokkur möguleg dæmi nefnd sem gætu passað við blóðdropana. Ein þeirra er að árásarmaðurinn hafi slett dropunum þegar hann yfirgaf íbúðina. Önnur tilgáta þeirra, og öllu myndrænni, er að hundur sem var á vettvangi glæpsins hafi atast út í blóði Karls og síðan farið í forstofuna þar sem hann hristi sig svo blóðið slettist í „Það sem við höfum eru fjarlægar myndir, óstaðsettar, af dropum. Við teljum þetta vera mjög lítið blóð og við nefnum ýmsar mögulegar orsakir en getum ekki fullyrt neitt um þær,“ segir Jóhann matsmaður.Enn lagt hart að matsmanninumSaksóknari spurði í dag beint út í skýrslu matsmannanna. Í skýrslunni segir meðal annars að niðurstöður matsmanna stemmi við framburð Friðriks Brynjars. Saksóknari gerir athugasemdir við þetta orðalag og bendir á að Friðrik hafi verið margsaga í málinu. „Í einum framburði mannsins segist Friðrik hafa komið að manninum alblóðugum í sófanum. Í annarri skýrslutöku segist hann hafa komið að honum liggjandi að gólfinu. Fyrir dómi segist hann hafa komið að manninum hálfum yfir þröskuldinn en þegar matsmenn hröktu það þá breytti hann aftur framburði sínum. En nú eruð þið að segja að niðurstöður ykkar séu að einhverju leyti í samræmi við framburð Friðriks Brynjars. Og ég velti því þá fyrir mér hvaða framburð þið eigið við. Þetta skiptir svolitlu máli,“ sagði saksóknari meðal annars. Matsmaðurinn gat ekki svarað því um hvaða framburð Friðriks hann ætti við og viðurkenndi að um mistök af sinni hálfu hefði verið. Nú hafa vitnaleiðslur yfir matsmanninum staðið yfir í tvær og hálfa klukkustund. Þegar verjandi Friðriks spyr hann spurninga í lok vitnaleiðslunnar hváir matsmaðurinn og segist "vera orðinn ansi þreyttur.“ Lái honum hver sem vill. Málið er umfangsmikið og hér hefur verið farið yfir mjög umfangsmikil gögn. Í lok vitnaleiðslunnar biður saksóknari matsmanninn um að fara yfir menntun og reynslu sína á þessu sviði. Hann gekk í Indiana University í Bandaríkjunum og tók þar nám sem að þriðjungi var náttúru og eðlisvísindi, þriðjungur tengdist afbrota og lögfræði og þriðjungur vettvangsfræði. Hann fékk meðal annars bóklega kennslu og verklega þjálfun í náminu, þar af 40 klukkustundir sem voru af blóðferlagreiningu og 40 klukkustundir af vettvangsljósmyndun. Hann sá um allar tæknirannsóknir fyrir lögregluna á Suðurnesjum á árunum 2007 til 2009. „Hefur þú komið að blóðferlagreiningum og slíkum rannsóknum áður?“ spyr saksóknari og skýrslutöku lýkur með því að matsmaður segist ekki hafa komið að viðlíka brotum og þessum áður. Hann hafi fengist við sjálfsvíg og blóðferlagreiningar tengdar þeim.
Tengdar fréttir Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17
Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37