Lögregla notaði úreltar rannsóknaraðferðir Snærós Sindradóttir skrifar 27. maí 2014 15:08 Friðrik Brynjar Friðriksson við komuna í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. VÍSIR/VIlli Ekki var gerð fullnægjandi efnarannsókn á baðvaski og niðurfalli í íbúð Karls Jónssonar eftir andlát hans. Þetta er niðurstaða tveggja matsmanna, þeirra Gillian Leak og Jóhanns Eyvindssonar, sem voru dómkvödd til að leggja mat sitt á gögn morðmálsins á Egilsstöðum. Vitnaleiðslur yfir matsmönnunum hafa staðið yfir síðan klukkan ellefu í morgun. „Minn skilningur er að vatnslásinn hafi verið tekinn úr vaskinum en ekki hafi verið gerð nein efnafræðileg rannsókn á niðurfalli,“ sagði Gillian í svari sínu við spurningu verjanda Friðriks um rannsókn á baðvaskinum. „Ég hef komið á hundruðir morðvettvanga þar sem vatnslásinn er alltaf skoðaður. Við finnum mjög sjaldan blóð í vatnslásinum hinsvegar höfum við óteljandi oft fundið útþynntar leyfar við niðurfall sem og í keðjunni sem heldur tappanum. Blóðið er oft mjög erfitt að sjá en með notkun réttra efna er oft hægt að sjá fölbleika litun á þessum stöðum.“ Saksóknari spurði þá hvort það breytti áliti Gillian að rannsakendur lýstu upp vaskinn með ljósi en fundu ekki blóð í vaskinum. „Nei við myndum ekki einungis treysta á ljós.“ Verjandi Friðriks, Sveinn Andri Sveinsson, spurði Gillian hvort hún teldi þá aðferð sem rannsakendur í málinu á Egilsstöðum notuðu við rannsókn vasksins úrelta. Gillian tók svo til orða: „Ja, það má orða það þannig að við í réttarmeinafræðinni hættum að gera þetta fyrir rúmlega tíu árum síðan.“ Undir þetta tekur Jóhann Eyvindsson, hinn íslenski matsmaður sem dómkvaddur var til að fara yfir gögn málsins. "Ég hef lært aðferðir við að gera þetta með því að taka strokur en þetta með vatnslásinn er eitthvað sem ég þekki ekki." Skýrsla var tekin af Gillian í gegnum síma í dómsal í dag. Dómtúlkur átti um tíma erfitt með að heyra nægilega vel í henni og andrúmsloft dómsalsins bar með sér að flestir vildu að vitnaleiðslan kláraðist fljótt. Þá ríkti misskilningur á milli Gillian og dómtúlksins um hvaða sönnunargögn og myndir var verið að ræða hverju sinni sem olli enn frekari töfum á vitnaleiðslunni. Friðrik Brynjar Friðriksson, sakborningur í málinu, var sérstaklega orðinn óþolinmóður. Hann skók sér mikið í sætinu og var haldinn stöðugri fótaóeirð. Vegna nauðsynjar þess að túlka orð Gillian tóku allar fyrirspurnir helmingi lengri tíma og gengu mun verr fyrir sig. Tengdar fréttir Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Ekki var gerð fullnægjandi efnarannsókn á baðvaski og niðurfalli í íbúð Karls Jónssonar eftir andlát hans. Þetta er niðurstaða tveggja matsmanna, þeirra Gillian Leak og Jóhanns Eyvindssonar, sem voru dómkvödd til að leggja mat sitt á gögn morðmálsins á Egilsstöðum. Vitnaleiðslur yfir matsmönnunum hafa staðið yfir síðan klukkan ellefu í morgun. „Minn skilningur er að vatnslásinn hafi verið tekinn úr vaskinum en ekki hafi verið gerð nein efnafræðileg rannsókn á niðurfalli,“ sagði Gillian í svari sínu við spurningu verjanda Friðriks um rannsókn á baðvaskinum. „Ég hef komið á hundruðir morðvettvanga þar sem vatnslásinn er alltaf skoðaður. Við finnum mjög sjaldan blóð í vatnslásinum hinsvegar höfum við óteljandi oft fundið útþynntar leyfar við niðurfall sem og í keðjunni sem heldur tappanum. Blóðið er oft mjög erfitt að sjá en með notkun réttra efna er oft hægt að sjá fölbleika litun á þessum stöðum.“ Saksóknari spurði þá hvort það breytti áliti Gillian að rannsakendur lýstu upp vaskinn með ljósi en fundu ekki blóð í vaskinum. „Nei við myndum ekki einungis treysta á ljós.“ Verjandi Friðriks, Sveinn Andri Sveinsson, spurði Gillian hvort hún teldi þá aðferð sem rannsakendur í málinu á Egilsstöðum notuðu við rannsókn vasksins úrelta. Gillian tók svo til orða: „Ja, það má orða það þannig að við í réttarmeinafræðinni hættum að gera þetta fyrir rúmlega tíu árum síðan.“ Undir þetta tekur Jóhann Eyvindsson, hinn íslenski matsmaður sem dómkvaddur var til að fara yfir gögn málsins. "Ég hef lært aðferðir við að gera þetta með því að taka strokur en þetta með vatnslásinn er eitthvað sem ég þekki ekki." Skýrsla var tekin af Gillian í gegnum síma í dómsal í dag. Dómtúlkur átti um tíma erfitt með að heyra nægilega vel í henni og andrúmsloft dómsalsins bar með sér að flestir vildu að vitnaleiðslan kláraðist fljótt. Þá ríkti misskilningur á milli Gillian og dómtúlksins um hvaða sönnunargögn og myndir var verið að ræða hverju sinni sem olli enn frekari töfum á vitnaleiðslunni. Friðrik Brynjar Friðriksson, sakborningur í málinu, var sérstaklega orðinn óþolinmóður. Hann skók sér mikið í sætinu og var haldinn stöðugri fótaóeirð. Vegna nauðsynjar þess að túlka orð Gillian tóku allar fyrirspurnir helmingi lengri tíma og gengu mun verr fyrir sig.
Tengdar fréttir Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17
Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37
Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36