Lögregla notaði úreltar rannsóknaraðferðir Snærós Sindradóttir skrifar 27. maí 2014 15:08 Friðrik Brynjar Friðriksson við komuna í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. VÍSIR/VIlli Ekki var gerð fullnægjandi efnarannsókn á baðvaski og niðurfalli í íbúð Karls Jónssonar eftir andlát hans. Þetta er niðurstaða tveggja matsmanna, þeirra Gillian Leak og Jóhanns Eyvindssonar, sem voru dómkvödd til að leggja mat sitt á gögn morðmálsins á Egilsstöðum. Vitnaleiðslur yfir matsmönnunum hafa staðið yfir síðan klukkan ellefu í morgun. „Minn skilningur er að vatnslásinn hafi verið tekinn úr vaskinum en ekki hafi verið gerð nein efnafræðileg rannsókn á niðurfalli,“ sagði Gillian í svari sínu við spurningu verjanda Friðriks um rannsókn á baðvaskinum. „Ég hef komið á hundruðir morðvettvanga þar sem vatnslásinn er alltaf skoðaður. Við finnum mjög sjaldan blóð í vatnslásinum hinsvegar höfum við óteljandi oft fundið útþynntar leyfar við niðurfall sem og í keðjunni sem heldur tappanum. Blóðið er oft mjög erfitt að sjá en með notkun réttra efna er oft hægt að sjá fölbleika litun á þessum stöðum.“ Saksóknari spurði þá hvort það breytti áliti Gillian að rannsakendur lýstu upp vaskinn með ljósi en fundu ekki blóð í vaskinum. „Nei við myndum ekki einungis treysta á ljós.“ Verjandi Friðriks, Sveinn Andri Sveinsson, spurði Gillian hvort hún teldi þá aðferð sem rannsakendur í málinu á Egilsstöðum notuðu við rannsókn vasksins úrelta. Gillian tók svo til orða: „Ja, það má orða það þannig að við í réttarmeinafræðinni hættum að gera þetta fyrir rúmlega tíu árum síðan.“ Undir þetta tekur Jóhann Eyvindsson, hinn íslenski matsmaður sem dómkvaddur var til að fara yfir gögn málsins. "Ég hef lært aðferðir við að gera þetta með því að taka strokur en þetta með vatnslásinn er eitthvað sem ég þekki ekki." Skýrsla var tekin af Gillian í gegnum síma í dómsal í dag. Dómtúlkur átti um tíma erfitt með að heyra nægilega vel í henni og andrúmsloft dómsalsins bar með sér að flestir vildu að vitnaleiðslan kláraðist fljótt. Þá ríkti misskilningur á milli Gillian og dómtúlksins um hvaða sönnunargögn og myndir var verið að ræða hverju sinni sem olli enn frekari töfum á vitnaleiðslunni. Friðrik Brynjar Friðriksson, sakborningur í málinu, var sérstaklega orðinn óþolinmóður. Hann skók sér mikið í sætinu og var haldinn stöðugri fótaóeirð. Vegna nauðsynjar þess að túlka orð Gillian tóku allar fyrirspurnir helmingi lengri tíma og gengu mun verr fyrir sig. Tengdar fréttir Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Ekki var gerð fullnægjandi efnarannsókn á baðvaski og niðurfalli í íbúð Karls Jónssonar eftir andlát hans. Þetta er niðurstaða tveggja matsmanna, þeirra Gillian Leak og Jóhanns Eyvindssonar, sem voru dómkvödd til að leggja mat sitt á gögn morðmálsins á Egilsstöðum. Vitnaleiðslur yfir matsmönnunum hafa staðið yfir síðan klukkan ellefu í morgun. „Minn skilningur er að vatnslásinn hafi verið tekinn úr vaskinum en ekki hafi verið gerð nein efnafræðileg rannsókn á niðurfalli,“ sagði Gillian í svari sínu við spurningu verjanda Friðriks um rannsókn á baðvaskinum. „Ég hef komið á hundruðir morðvettvanga þar sem vatnslásinn er alltaf skoðaður. Við finnum mjög sjaldan blóð í vatnslásinum hinsvegar höfum við óteljandi oft fundið útþynntar leyfar við niðurfall sem og í keðjunni sem heldur tappanum. Blóðið er oft mjög erfitt að sjá en með notkun réttra efna er oft hægt að sjá fölbleika litun á þessum stöðum.“ Saksóknari spurði þá hvort það breytti áliti Gillian að rannsakendur lýstu upp vaskinn með ljósi en fundu ekki blóð í vaskinum. „Nei við myndum ekki einungis treysta á ljós.“ Verjandi Friðriks, Sveinn Andri Sveinsson, spurði Gillian hvort hún teldi þá aðferð sem rannsakendur í málinu á Egilsstöðum notuðu við rannsókn vasksins úrelta. Gillian tók svo til orða: „Ja, það má orða það þannig að við í réttarmeinafræðinni hættum að gera þetta fyrir rúmlega tíu árum síðan.“ Undir þetta tekur Jóhann Eyvindsson, hinn íslenski matsmaður sem dómkvaddur var til að fara yfir gögn málsins. "Ég hef lært aðferðir við að gera þetta með því að taka strokur en þetta með vatnslásinn er eitthvað sem ég þekki ekki." Skýrsla var tekin af Gillian í gegnum síma í dómsal í dag. Dómtúlkur átti um tíma erfitt með að heyra nægilega vel í henni og andrúmsloft dómsalsins bar með sér að flestir vildu að vitnaleiðslan kláraðist fljótt. Þá ríkti misskilningur á milli Gillian og dómtúlksins um hvaða sönnunargögn og myndir var verið að ræða hverju sinni sem olli enn frekari töfum á vitnaleiðslunni. Friðrik Brynjar Friðriksson, sakborningur í málinu, var sérstaklega orðinn óþolinmóður. Hann skók sér mikið í sætinu og var haldinn stöðugri fótaóeirð. Vegna nauðsynjar þess að túlka orð Gillian tóku allar fyrirspurnir helmingi lengri tíma og gengu mun verr fyrir sig.
Tengdar fréttir Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17
Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37
Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36