Innlent

Oddvitarnir þeytast á milli staða

Brjánn Jónasson skrifar
Kosningastemmningin magnast út um allt land þessa dagana.
Kosningastemmningin magnast út um allt land þessa dagana.
Frambjóðendur reyna nú sitt besta til að ná eyrum kjósenda síðustu vikuna fyrir kosningar.

Oddvitar framboðanna átta sem bjóða fram í höfuðborginni hafa í nógu að snúast þessa dagana og þeytast á milli staða til að spjalla við kjósendur.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, ræddi við kjósendur við stórmarkað.Vísir/Daníel
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, fór yfir stóru málin í spjalli við kjósendur í Kolaportinu um helgina.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, er sá oddviti sem flestir vilja sjá í borgarstjórastólnum. Hann ræddi við kjósendur í Kolaportinu um helgina.
Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar, kynnti stefnumálin fyrir starfsmönnum Landspítalans í gær.Vísir/Vilhelm
Píratar hafa notið góðs gengis í borginni. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, heilsaði upp á kjósendur í Grasagarðinum í Laugardal á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×