Innlent

ESB-kosningar fyrirferðarmiklar

Sveinn Arnarsson skrifar
Sigmundur Davíð sagði að fundurinn með hinum forsætisráðherrum Norðurlanda hefði gengið mjög vel.
Sigmundur Davíð sagði að fundurinn með hinum forsætisráðherrum Norðurlanda hefði gengið mjög vel. Mynd/HARRY Bjarki GUNNARSsON
Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna var haldinn á Hótel Reynihlíð við Mývatn í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var ánægður með hvernig til tókst. Sagði hann að fundurinn hefði verið mjög góður og að ráðherrar hefðu almennt verið sammála um að tekist hefði einstaklega vel til.

„Ráðherrar voru sammála um að við ættum að efla norrænt samstarf frekar en að draga úr því. Það á við bæði um samstarf ríkjanna í hinu eiginlega norræna samstarfi en líka aðkomu þeirra að málum annars staðar í Evrópu til dæmis varðandi þróunina í Úkraínu, Sýrlandi og Afganistan.“

Evrópukosningarnar voru fyrirferðarmiklar á fundinum og að mati Sigmundar eru efnahagsvandræði Evrópusambandsríkjanna rót vandans sem álfan stendur frammi fyrir.

„ESB-kosningarnar voru vissulega ræddar. Niðurstaðan gefur ástæðu til að velta stöðunni fyrir sér, þegnarnir þyrftu að fá meira á tilfinninguna að þeir hafi eitthvað um gang mála að segja.“ Jafnframt væri rót vandans þeir miklu efnahagserfiðleikar sem Evrópusambandslöndin hafa verið að ganga í gegnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×