Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill skoða frekari sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi og horfir þar sérstaklega til Seyðisfjarðar.
„Með sameiningu Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs yrði til öflugt sveitarfélag með yfir 4.000 íbúa, alþjóðaflugvöll, glæsilega ferju-, flutninga- og fiskiskipahöfn, sjúkrahús, öfluga þjónustu við eldri borgara og metnaðarfullar stofnanir á sviði menningar og lista,“ segir meðal annars í bókun Héraðsbúa.
