Innlent

Lagði til mynd af sjálfum sér á forsíðuna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Tillaga áheyrnarfulltrúans Hjálmars Hjálmarssonar fékk ekkert atkvæði.
Tillaga áheyrnarfulltrúans Hjálmars Hjálmarssonar fékk ekkert atkvæði. Fréttablaðið/Vilhelm
Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, lagði til í bæjarráði Kópavogs að mynd af honum yrði birt forsíðu heimasíðu bæjarins.

„Kópavogur er eina sveitarfélagið sem birtir mynd af bæjarstjóra á forsíðu. Ég tel ekki eðlilegt að heimasíða bæjarins sé vettvangur auglýsinga fyrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins,“ bókaði Hjálmar.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sagði enga breytingu hafa verið gerða á formi heimasíðunnar þegar hann tók við sem bæjarstjóri.

Tillaga Hjálmars féll á jöfnum atkvæðum því enginn greiddi atkvæði með og enginn á móti. Sjálfur er Hjálmar aðeins áheyrnarfulltrúi í bæjarráði og gat því ekki greitt atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×