Spilar með Kate Bush Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. apríl 2014 10:30 Tónlistarmaðurinn Friðrik Karlsson flutti nýlega til Íslands aftur, eftir 18 ára dvöld í London. Hann þarf þó að hafa annann fótinn í London á meðan hann spilar með Kate Bush. „Ég þekkti hana ekki neitt fyrir en var þó mikill aðdáandi hennar, núnar er ég hins vegar orðinn sérstaklega mikill aðdáandi hennar,“ segir gítarleikarinn Friðrik Karlsson en hann spilar með tónlistarkonunni Kate Bush á 22 tónleikum í London í haust. Mikil aðsókn er að tónleikunum, 110.000 miðar seldust á einungis fimmtán mínútum. Friðrik, sem er nýfluttur heim eftir átján ára búsetu í Lundúnum, segir það mikinn heiður að spila á svona tónleikum. „Umboðsmaðurinn hennar hafði samband við mig og athugaði hvort ég væri laus á þessu tímabili. Ég þekkti hljómsveitarstjórann vel því við höfum unnið talsvert saman í ýmsum söngleikjum. Svo kom að því að ég spurði umboðsmanninn hennar með hverjum ég væri að fara spila og hann svaraði Kate Bush. Klukkutíma eftir símtalið við umboðsmanninn hringdi Bush í mig og spurði hvort ég væri til í verkefnið,“ útskýrir Friðrik og bætir við: „Það ætlar að ganga eitthvað illa að flytja heim aftur,“ en aðalástæðan fyrir flutningunum heim er að dóttir Friðriks, María Von sem er 12 ára, vildi verða Íslendingur en hún er fædd og uppalin á Bretlandi. Það eru engir aukvisar sem spila í hljómsveit Kate Bush en á meðal þeirra eru trommuleikarinn Omar Hakim, sem trommaði meðal annars vinsælasta lag síðasta árs, Get Lucky með Daft Punk, og David Rhodes sem hefur í fjölda ára verið gítarleikari Peters Gabriel, ásamt fleiri reynsluboltum. „Það var alveg smá stress í manni þegar ég mætti í fyrstu æfingatörnina fyrir skömmu en þetta gekk mjög vel og allur aðbúnaður var til fyrirmyndar,“ bætir Friðrik við. Friðrik er þó vanur að vinna með miklu fagfólki í tónlistarheiminum, hann spilaði til að mynda inn á fjölda platna þegar hann bjó í London, með til dæmis hljómlistarfólki á borð við Boyzone, Westlife, Ronan Keating og Spice Girls, ásamt því að spila í söngleikjum og í X Factor UK. „Það var alltaf nóg að gera þegar ég bjó úti, ég kynntist góðu fólki og fékk fullt af frábærum verkefnum.“ Friðrik segir það mikilvægt að komast í góða hópa, því menn fái talsvert af verkefnum ef menn eru vel tengdir. Friðrik gekk fyrir skömmu á ný í hljómsveitina Mezzoforte en hann er einn af upprunalegum meðlimum sveitarinnar. „Það er frábært að vera kominn á ný í Mezzoforte, við erum að spila talsvert á næstunni.“ Síðast en ekki síst hefur Friðrik í nægu að snúast í slökunartónlistinni en hann hefur gefið út fimmtán plötur hér á landi en 40 í Bretlandi með slökunartónlist sem hefur farið sigurför um heiminn en plöturnar hafa farið í dreifingu um allan heim.Kate BushVísir/GettyKate Bush er margverðlaunuð tónlistarkona og árið 1978 gaf hún út smáskífulagið Wuthering Heights og var jafnframt fyrsta konan til að komast í fyrsta sæti Breska smáskífulistans með frumsamið lag. Hún hefur átt 25 lög á toppi breska smáskífulistans en þeirra á meðal eru lögin Wuthering Heights, The Man with the Child in His Eyes, Babooshka, Running Up that Hill, og Don‘t Give Up sem er dúett með Peter Gabriel.BoyzoneFriðrik var einn af stofnendum Mezzoforte árið 1977 en sveitin sló í gegn árið 1983 með laginu Garden Party. Friðrik flutti til London árið 1996 og tók þátt í fjölda verkefna þar ytra en þar ber helst að nefna:X Factor í Bretlandi Ýmsir söngleikir, til dæmis Jesus Christ Superstar Hljóðfæraleikur á plötum með hljómlistarfólki á borð við Boyzone, Westlife, Ronan Keating, Sheryl Crow, Robbie Williams, Il Divo, Kelly Clarkson, Madonnu, Spice Girls og Leonu Lewis, ásamt mörgum fleirum. Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Ég þekkti hana ekki neitt fyrir en var þó mikill aðdáandi hennar, núnar er ég hins vegar orðinn sérstaklega mikill aðdáandi hennar,“ segir gítarleikarinn Friðrik Karlsson en hann spilar með tónlistarkonunni Kate Bush á 22 tónleikum í London í haust. Mikil aðsókn er að tónleikunum, 110.000 miðar seldust á einungis fimmtán mínútum. Friðrik, sem er nýfluttur heim eftir átján ára búsetu í Lundúnum, segir það mikinn heiður að spila á svona tónleikum. „Umboðsmaðurinn hennar hafði samband við mig og athugaði hvort ég væri laus á þessu tímabili. Ég þekkti hljómsveitarstjórann vel því við höfum unnið talsvert saman í ýmsum söngleikjum. Svo kom að því að ég spurði umboðsmanninn hennar með hverjum ég væri að fara spila og hann svaraði Kate Bush. Klukkutíma eftir símtalið við umboðsmanninn hringdi Bush í mig og spurði hvort ég væri til í verkefnið,“ útskýrir Friðrik og bætir við: „Það ætlar að ganga eitthvað illa að flytja heim aftur,“ en aðalástæðan fyrir flutningunum heim er að dóttir Friðriks, María Von sem er 12 ára, vildi verða Íslendingur en hún er fædd og uppalin á Bretlandi. Það eru engir aukvisar sem spila í hljómsveit Kate Bush en á meðal þeirra eru trommuleikarinn Omar Hakim, sem trommaði meðal annars vinsælasta lag síðasta árs, Get Lucky með Daft Punk, og David Rhodes sem hefur í fjölda ára verið gítarleikari Peters Gabriel, ásamt fleiri reynsluboltum. „Það var alveg smá stress í manni þegar ég mætti í fyrstu æfingatörnina fyrir skömmu en þetta gekk mjög vel og allur aðbúnaður var til fyrirmyndar,“ bætir Friðrik við. Friðrik er þó vanur að vinna með miklu fagfólki í tónlistarheiminum, hann spilaði til að mynda inn á fjölda platna þegar hann bjó í London, með til dæmis hljómlistarfólki á borð við Boyzone, Westlife, Ronan Keating og Spice Girls, ásamt því að spila í söngleikjum og í X Factor UK. „Það var alltaf nóg að gera þegar ég bjó úti, ég kynntist góðu fólki og fékk fullt af frábærum verkefnum.“ Friðrik segir það mikilvægt að komast í góða hópa, því menn fái talsvert af verkefnum ef menn eru vel tengdir. Friðrik gekk fyrir skömmu á ný í hljómsveitina Mezzoforte en hann er einn af upprunalegum meðlimum sveitarinnar. „Það er frábært að vera kominn á ný í Mezzoforte, við erum að spila talsvert á næstunni.“ Síðast en ekki síst hefur Friðrik í nægu að snúast í slökunartónlistinni en hann hefur gefið út fimmtán plötur hér á landi en 40 í Bretlandi með slökunartónlist sem hefur farið sigurför um heiminn en plöturnar hafa farið í dreifingu um allan heim.Kate BushVísir/GettyKate Bush er margverðlaunuð tónlistarkona og árið 1978 gaf hún út smáskífulagið Wuthering Heights og var jafnframt fyrsta konan til að komast í fyrsta sæti Breska smáskífulistans með frumsamið lag. Hún hefur átt 25 lög á toppi breska smáskífulistans en þeirra á meðal eru lögin Wuthering Heights, The Man with the Child in His Eyes, Babooshka, Running Up that Hill, og Don‘t Give Up sem er dúett með Peter Gabriel.BoyzoneFriðrik var einn af stofnendum Mezzoforte árið 1977 en sveitin sló í gegn árið 1983 með laginu Garden Party. Friðrik flutti til London árið 1996 og tók þátt í fjölda verkefna þar ytra en þar ber helst að nefna:X Factor í Bretlandi Ýmsir söngleikir, til dæmis Jesus Christ Superstar Hljóðfæraleikur á plötum með hljómlistarfólki á borð við Boyzone, Westlife, Ronan Keating, Sheryl Crow, Robbie Williams, Il Divo, Kelly Clarkson, Madonnu, Spice Girls og Leonu Lewis, ásamt mörgum fleirum.
Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist