Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Freyr Bjarnason skrifar 12. apríl 2014 07:00 Formaður sjálfstæðra Evrópumanna segir niðurstöðurnar staðfesta að góður grundvöllur sé fyrir nýjum hægriflokki. Fréttablaðið/GVA Í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir hóp sem kannar möguleika á stofnun nýs stjórnmálaflokks kemur fram að 21,5 prósent aðspurðra telja það líklegt eða öruggt að þeir myndu kjósa Evrópusinnaðan flokk hægra megin við miðju. Sextán prósent segja það hvorki líklegt né ólíklegt og 62,5 prósent segja það ólíklegt eða að þau myndu örugglega ekki kjósa flokkinn. Ef greint er hvað þeir sem líklegt er að kjósi þennan flokk kusu síðast kemur í ljós að 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsókn, 15 prósent Bjarta framtíð, 4 prósent Vinstri græna og 2 prósent Pírata.Í greiningu á könnuninni kemur fram að nýja flokknum hafi ekki verið stillt beint upp sem valkosti við hina flokkana en ef miðað er við síðustu könnun Capacent í mars síðastliðnum og tekið mið af því hvaðan nýi flokkurinn tæki fylgi yrði niðurstaðan nálægt þessu:Í greiningunni kemur fram að niðurstaðan sé alls ekki nákvæm og í útreikningunum hafi ekki verið reiknað með því að nýi flokkurinn fengi neitt af fylgi þeirra sem segja hvorki líklegt né ólíklegt að þeir kjósi hann. Hins vegar er reiknað með því að hann fái öll atkvæði þeirra sem segja að líklegt sé að þeir kjósi hann. Þess ber að geta að síðasti þingmaður Pírata stendur tæpt samkvæmt þessu og gæti það þingsæti nánast lent hvar sem er, samkvæmt greiningunni. Þar segir einnig að af þessu sjáist að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þegar tapað stórum hluta af því fylgi sem talið var kjarnafylgi, en í könnunum fram að landsfundi 2013 mældist hann yfirleitt með 35 til 40% fylgi, en fékk aðeins 26,7% í kosningunum. Líklegt er að það fylgi hafi farið yfir á Bjarta framtíð og Samfylkinguna, en færi nú yfir á nýjan flokk, samkvæmt greiningunni. Eva Heiða Hönnudóttir stjórnmálafræðingur segir niðurstöður könnunarinnar áhugaverðar. „Það kemur ekki á óvart að af þeim sem eru tilbúnir til að kjósa nýjan hægriflokk kaus fjórðungur Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Þar á eftir kemur Samfylkingin og þar eru væntanlega á ferðinni hægri kratarnir sem eru Evrópusinnaðir,“ segir Eva Heiða. „Það er líka áhugavert að 16 prósent af þeim sem myndu kjósa nýtt framboð kusu Framsókn síðast, miðað við hversu mikið Framsókn hefur sett sig á móti ESB.“ Í könnuninni var spurt: Ef fram kæmi nýtt framboð Evrópusinnaðs flokks hægra megin við miðju, hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir greiða slíku framboði atkvæði þitt í alþingiskosningum ef kosið yrði til Alþingis í dag? Könnunin var unnin 3. til 10. apríl. Svarendur voru 1.667 og þar af tóku 1.378 afstöðu. Í nýlegri skoðanakönnun MMR sögðu 38,1 prósent aðspurðra koma til greina að kjósa nýtt framboð hægri manna sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Benedikt Jóhannesson, formaður sjálfstæðra Evrópumanna, tengist hópnum sem stóð að könnuninni. „Ég held að niðurstöðurnar staðfesti að það virðist vera góður grundvöllur fyrir frjálslyndum flokki sem leggur áherslu á markaðsviðskipti og vestræna samvinnu. Miðað við þetta er allmargt fólk sem telur að það sé einmitt tímabært að fara fram með hann núna,“ segir Benedikt. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir hóp sem kannar möguleika á stofnun nýs stjórnmálaflokks kemur fram að 21,5 prósent aðspurðra telja það líklegt eða öruggt að þeir myndu kjósa Evrópusinnaðan flokk hægra megin við miðju. Sextán prósent segja það hvorki líklegt né ólíklegt og 62,5 prósent segja það ólíklegt eða að þau myndu örugglega ekki kjósa flokkinn. Ef greint er hvað þeir sem líklegt er að kjósi þennan flokk kusu síðast kemur í ljós að 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsókn, 15 prósent Bjarta framtíð, 4 prósent Vinstri græna og 2 prósent Pírata.Í greiningu á könnuninni kemur fram að nýja flokknum hafi ekki verið stillt beint upp sem valkosti við hina flokkana en ef miðað er við síðustu könnun Capacent í mars síðastliðnum og tekið mið af því hvaðan nýi flokkurinn tæki fylgi yrði niðurstaðan nálægt þessu:Í greiningunni kemur fram að niðurstaðan sé alls ekki nákvæm og í útreikningunum hafi ekki verið reiknað með því að nýi flokkurinn fengi neitt af fylgi þeirra sem segja hvorki líklegt né ólíklegt að þeir kjósi hann. Hins vegar er reiknað með því að hann fái öll atkvæði þeirra sem segja að líklegt sé að þeir kjósi hann. Þess ber að geta að síðasti þingmaður Pírata stendur tæpt samkvæmt þessu og gæti það þingsæti nánast lent hvar sem er, samkvæmt greiningunni. Þar segir einnig að af þessu sjáist að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þegar tapað stórum hluta af því fylgi sem talið var kjarnafylgi, en í könnunum fram að landsfundi 2013 mældist hann yfirleitt með 35 til 40% fylgi, en fékk aðeins 26,7% í kosningunum. Líklegt er að það fylgi hafi farið yfir á Bjarta framtíð og Samfylkinguna, en færi nú yfir á nýjan flokk, samkvæmt greiningunni. Eva Heiða Hönnudóttir stjórnmálafræðingur segir niðurstöður könnunarinnar áhugaverðar. „Það kemur ekki á óvart að af þeim sem eru tilbúnir til að kjósa nýjan hægriflokk kaus fjórðungur Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Þar á eftir kemur Samfylkingin og þar eru væntanlega á ferðinni hægri kratarnir sem eru Evrópusinnaðir,“ segir Eva Heiða. „Það er líka áhugavert að 16 prósent af þeim sem myndu kjósa nýtt framboð kusu Framsókn síðast, miðað við hversu mikið Framsókn hefur sett sig á móti ESB.“ Í könnuninni var spurt: Ef fram kæmi nýtt framboð Evrópusinnaðs flokks hægra megin við miðju, hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir greiða slíku framboði atkvæði þitt í alþingiskosningum ef kosið yrði til Alþingis í dag? Könnunin var unnin 3. til 10. apríl. Svarendur voru 1.667 og þar af tóku 1.378 afstöðu. Í nýlegri skoðanakönnun MMR sögðu 38,1 prósent aðspurðra koma til greina að kjósa nýtt framboð hægri manna sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Benedikt Jóhannesson, formaður sjálfstæðra Evrópumanna, tengist hópnum sem stóð að könnuninni. „Ég held að niðurstöðurnar staðfesti að það virðist vera góður grundvöllur fyrir frjálslyndum flokki sem leggur áherslu á markaðsviðskipti og vestræna samvinnu. Miðað við þetta er allmargt fólk sem telur að það sé einmitt tímabært að fara fram með hann núna,“ segir Benedikt.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira