Quarashi snýr aftur á Þjóðhátíð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 09:00 Sölvi segir að fólk megi búast við því að þetta verði flottustu tónleikar ársins á Íslandi. „Við sórum og lofuðum að gera þetta aldrei, aldrei aftur en það loforð vísaði einungis til meginlandsins. Við höfum aldrei komið fram á Þjóðhátíð í Eyjum. Þetta verður án efa ein stærsta tónleikahátíð ársins og þótt víðar væri leitað. Því fannst okkur í raun og veru liggja beinast við að Quarashi færi þangað,“ segir Sölvi Blöndal í hljómsveitinni Quarashi sem spilar á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Allir upprunalegu meðlimirnir stíga með Sölva á sviðið í Herjólfsdal en það eru Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar „Swarez“ Hauksson, Auk þess verður Egill „Tiny“ Thorarensen með bandinu en hann kom í stað Höskuldar þegar hann yfirgaf sveitina árið 2002. „Quarashi-sagan spannar níu ár, breiðskífur og tugi laga. Við ætlum að flytja efni af öllum þessum skífum og leggjum ótrúlega mikinn metnað í þetta. Þetta er þrusuprógramm og það er fáránlega gaman að standa á sviðinu fyrir framan tíu til fimmtán þúsund manns. Það má búast við því að þetta verði flottustu tónleikar ársins þó það sé frekar mikil samkeppni við Justin Timberlake,“ segir Sölvi í gamansömum tón. Quarashi á ótalmarga smelli frá ferlinum og naut mikillar velgengni erlendis rétt eftir árið 2000. Lög þeirra voru notuð í ótal sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Stick 'Em Up og Mr. Jinx ómuðu til að mynda í 2 Fast 2 Furious, Alias, Smallville og í auglýsingum fyrir NBA-deildina á sjónvarpsstöðinni TNT. Þá hafa lög Quarashi af plötunni Jinx, sem kom út árið 2002, heyrst í tölvuleikjunum Amplitude, NFL Blitz, Transworld Snowboarding og Madden NFL. Lagið Stick 'Em Up var einnig notað í myndunum Death Race 2 og The Mechanic. Það er því af nægu að taka á lagalistanum í Eyjum en aðspurður hvort Quarashi muni líka bjóða upp á nýtt efni í Dalnum er Sölvi mjög dularfullur. „Ég get ekki svarað því."Allir upprunalegu meðlimir sveitarinnar troða upp á Þjóðhátíð í sumar.Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudag að Skítamórall, Kaleo og Mammút væru fyrstu þrjár hljómsveitirnar sem tilkynntar væru á Þjóðhátíð í Eyjum en Sölvi segir að hljómsveitaúrvalið á hátíðinni í ár hafi haft mikil áhrif á meðlimi Quarashi. „Það átti stóran þátt í ákvörðun okkar að koma saman á þessari hátíð. Þjóðhátíð í Eyjum sem tónlistarfestival hefur breyst og í ár verða þar Mammút, Kaleo og ýmis fleiri áhugaverð bönd,“ segir Sölvi sem er byrjaður að koma sér í gott form fyrir lætin á sviðinu. „Þegar þetta var komið á hreint fór ákveðið prógramm í gang. Mitt prógramm er þannig að ég syndi tvo og hálfan kílómetra á skriðsundi í viku. Ég tek formið gríðarlega alvarlega og ég held að aðrir hljómsveitarmeðlimir deili því með mér. Ég er búinn að lenda á spítala einu sinni á þessu ári og ég vil ekki lenda þar aftur. Það er löng saga. Í stuttu máli lenti ég í snjóbrettaslysi.“ Quarashi kom síðast saman á Bestu útihátíðinni árið 2011 en Sölvi segir að hljómsveitin sé ekki byrjuð aftur. „Hljómsveitin er enn þá hætt og verður enn þá hætt eftir tónleikana. Þetta er dauður hestur og fer bara á vagninn mjög tímabundið. Síðan verður hann svæfður aftur.“Ein vinsælasta sveit Íslandssögunnar • Quarashi var stofnuð árið 1996 • Gaf út fjórar breiðskífur – Quarashi (1997), Xeneizes (1999), Jinx (2002) og Guerilla Disco (2004). Auk þess gaf hún út safnplötuna Anthology árið 2011 • Hefur selt um fjögur hundruð þúsund plötur á heimsvísu • Hefur unnið og spilað með listamönnum á borð við Cypress Hill, Prodigy, Eminem og Weezer • Allar breiðskífur sveitarinnar fóru í gullsölu á Íslandi • Á árunum 2000 til 2003 var sveitin á samningi hjá Columbia Records og EMI Music í Bandaríkjunum • Myndbandið við lagið Stick ’Em Up var tilnefnt til MTV Video Music-verðlaunanna árið 2002 en laut í lægra haldi fyrir Trouble með Coldplay • Árið 2002 hætti Höskuldur Ólafsson í sveitinni og í hans stað kom Egill „Tiny“ Thorarensen • Sveitin hætti störfum árið 2005 Tengdar fréttir Manstu hvað var gaman í fyrra? Myndband með brot af því besta frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2013. 7. apríl 2014 15:30 Kaleo, Mammút og Skítamórall í Eyjum Fyrstu hljómsveitirnar sem spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum tilkynntar. 8. apríl 2014 10:30 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
„Við sórum og lofuðum að gera þetta aldrei, aldrei aftur en það loforð vísaði einungis til meginlandsins. Við höfum aldrei komið fram á Þjóðhátíð í Eyjum. Þetta verður án efa ein stærsta tónleikahátíð ársins og þótt víðar væri leitað. Því fannst okkur í raun og veru liggja beinast við að Quarashi færi þangað,“ segir Sölvi Blöndal í hljómsveitinni Quarashi sem spilar á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Allir upprunalegu meðlimirnir stíga með Sölva á sviðið í Herjólfsdal en það eru Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar „Swarez“ Hauksson, Auk þess verður Egill „Tiny“ Thorarensen með bandinu en hann kom í stað Höskuldar þegar hann yfirgaf sveitina árið 2002. „Quarashi-sagan spannar níu ár, breiðskífur og tugi laga. Við ætlum að flytja efni af öllum þessum skífum og leggjum ótrúlega mikinn metnað í þetta. Þetta er þrusuprógramm og það er fáránlega gaman að standa á sviðinu fyrir framan tíu til fimmtán þúsund manns. Það má búast við því að þetta verði flottustu tónleikar ársins þó það sé frekar mikil samkeppni við Justin Timberlake,“ segir Sölvi í gamansömum tón. Quarashi á ótalmarga smelli frá ferlinum og naut mikillar velgengni erlendis rétt eftir árið 2000. Lög þeirra voru notuð í ótal sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Stick 'Em Up og Mr. Jinx ómuðu til að mynda í 2 Fast 2 Furious, Alias, Smallville og í auglýsingum fyrir NBA-deildina á sjónvarpsstöðinni TNT. Þá hafa lög Quarashi af plötunni Jinx, sem kom út árið 2002, heyrst í tölvuleikjunum Amplitude, NFL Blitz, Transworld Snowboarding og Madden NFL. Lagið Stick 'Em Up var einnig notað í myndunum Death Race 2 og The Mechanic. Það er því af nægu að taka á lagalistanum í Eyjum en aðspurður hvort Quarashi muni líka bjóða upp á nýtt efni í Dalnum er Sölvi mjög dularfullur. „Ég get ekki svarað því."Allir upprunalegu meðlimir sveitarinnar troða upp á Þjóðhátíð í sumar.Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudag að Skítamórall, Kaleo og Mammút væru fyrstu þrjár hljómsveitirnar sem tilkynntar væru á Þjóðhátíð í Eyjum en Sölvi segir að hljómsveitaúrvalið á hátíðinni í ár hafi haft mikil áhrif á meðlimi Quarashi. „Það átti stóran þátt í ákvörðun okkar að koma saman á þessari hátíð. Þjóðhátíð í Eyjum sem tónlistarfestival hefur breyst og í ár verða þar Mammút, Kaleo og ýmis fleiri áhugaverð bönd,“ segir Sölvi sem er byrjaður að koma sér í gott form fyrir lætin á sviðinu. „Þegar þetta var komið á hreint fór ákveðið prógramm í gang. Mitt prógramm er þannig að ég syndi tvo og hálfan kílómetra á skriðsundi í viku. Ég tek formið gríðarlega alvarlega og ég held að aðrir hljómsveitarmeðlimir deili því með mér. Ég er búinn að lenda á spítala einu sinni á þessu ári og ég vil ekki lenda þar aftur. Það er löng saga. Í stuttu máli lenti ég í snjóbrettaslysi.“ Quarashi kom síðast saman á Bestu útihátíðinni árið 2011 en Sölvi segir að hljómsveitin sé ekki byrjuð aftur. „Hljómsveitin er enn þá hætt og verður enn þá hætt eftir tónleikana. Þetta er dauður hestur og fer bara á vagninn mjög tímabundið. Síðan verður hann svæfður aftur.“Ein vinsælasta sveit Íslandssögunnar • Quarashi var stofnuð árið 1996 • Gaf út fjórar breiðskífur – Quarashi (1997), Xeneizes (1999), Jinx (2002) og Guerilla Disco (2004). Auk þess gaf hún út safnplötuna Anthology árið 2011 • Hefur selt um fjögur hundruð þúsund plötur á heimsvísu • Hefur unnið og spilað með listamönnum á borð við Cypress Hill, Prodigy, Eminem og Weezer • Allar breiðskífur sveitarinnar fóru í gullsölu á Íslandi • Á árunum 2000 til 2003 var sveitin á samningi hjá Columbia Records og EMI Music í Bandaríkjunum • Myndbandið við lagið Stick ’Em Up var tilnefnt til MTV Video Music-verðlaunanna árið 2002 en laut í lægra haldi fyrir Trouble með Coldplay • Árið 2002 hætti Höskuldur Ólafsson í sveitinni og í hans stað kom Egill „Tiny“ Thorarensen • Sveitin hætti störfum árið 2005
Tengdar fréttir Manstu hvað var gaman í fyrra? Myndband með brot af því besta frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2013. 7. apríl 2014 15:30 Kaleo, Mammút og Skítamórall í Eyjum Fyrstu hljómsveitirnar sem spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum tilkynntar. 8. apríl 2014 10:30 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Manstu hvað var gaman í fyrra? Myndband með brot af því besta frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2013. 7. apríl 2014 15:30
Kaleo, Mammút og Skítamórall í Eyjum Fyrstu hljómsveitirnar sem spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum tilkynntar. 8. apríl 2014 10:30