Leikstjórinn sem smíðar gull Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. mars 2014 13:30 Erling gullsmiður: "Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“ Vísir/Valli „Að því er mér skilst er það stefna í Póllandi að þeir sem geta komið á samstarfi út fyrir landamærin njóti forgangs í styrkveitingum. Þar þykir það nefnilega sniðugt að starfa með útlendingum og fá inn nýja strauma,“ segir Erling Jóhannesson, sem er heima í örstuttu hléi frá starfi sínu sem leikstjóri Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í Gdansk, spurður hvernig það verkefni hafi komið til hans. „Við erum á fullu í æfingaferlinu og það verður frumsýning um miðjan maí þannig að ég fékk bara að skjótast heim til að sinna hlutverki mínu sem gullsmiður á HönnunarMars og halda sýningu.“ Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 á bryggjunni bak við Kaffivagninn á Grandagarði. Erling sýnir nýja skartgripi og er sýningin unnin í samstarfi við Þórarin Blöndal myndlistarmann.Hvernig kom það samstarf til? „Við Tóti erum búnir að vinna saman í leikhúsinu í tuttugu ár og partur af hans myndlist eru innsetningar af rýmum sem hann hefur einhverra hluta vegna heillast af. Innbyggðar í þessi rými eru oft alls kyns misskynjanir sem mér finnst mjög skemmtilegt. Ég fékk hann til að sýna með mér og við tökum skartgripina sem ég er að búa til núna og setjum þá á alls konar vinnslustigum inn í þessi rými. Þannig fá skartgripirnir líf sem einhvers konar abstrakt form frekar en beinlínis sem skartgripir. Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“Þú nærð þá að sameina hlutverk gullsmiðsins og leikstjórans á einu bretti? „Já, og losna við leikarana, sem er mikill kostur,“ segir Erling sposkur.Sýningin verður einungis opin fram á sunnudag, milli 14 og 17 alla dagana. HönnunarMars Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Að því er mér skilst er það stefna í Póllandi að þeir sem geta komið á samstarfi út fyrir landamærin njóti forgangs í styrkveitingum. Þar þykir það nefnilega sniðugt að starfa með útlendingum og fá inn nýja strauma,“ segir Erling Jóhannesson, sem er heima í örstuttu hléi frá starfi sínu sem leikstjóri Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í Gdansk, spurður hvernig það verkefni hafi komið til hans. „Við erum á fullu í æfingaferlinu og það verður frumsýning um miðjan maí þannig að ég fékk bara að skjótast heim til að sinna hlutverki mínu sem gullsmiður á HönnunarMars og halda sýningu.“ Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 á bryggjunni bak við Kaffivagninn á Grandagarði. Erling sýnir nýja skartgripi og er sýningin unnin í samstarfi við Þórarin Blöndal myndlistarmann.Hvernig kom það samstarf til? „Við Tóti erum búnir að vinna saman í leikhúsinu í tuttugu ár og partur af hans myndlist eru innsetningar af rýmum sem hann hefur einhverra hluta vegna heillast af. Innbyggðar í þessi rými eru oft alls kyns misskynjanir sem mér finnst mjög skemmtilegt. Ég fékk hann til að sýna með mér og við tökum skartgripina sem ég er að búa til núna og setjum þá á alls konar vinnslustigum inn í þessi rými. Þannig fá skartgripirnir líf sem einhvers konar abstrakt form frekar en beinlínis sem skartgripir. Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“Þú nærð þá að sameina hlutverk gullsmiðsins og leikstjórans á einu bretti? „Já, og losna við leikarana, sem er mikill kostur,“ segir Erling sposkur.Sýningin verður einungis opin fram á sunnudag, milli 14 og 17 alla dagana.
HönnunarMars Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“