Ekki hægt að hreinsa þungmálma úr Reykjavíkurtjörn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. mars 2014 07:00 Mikil umferð, fugladrit, brauðgjafir og skolp hafa mengað Tjörnina í Reykjavík sem er í slæmu ástandi. Fréttablaðið/Valli Ástand Reykjavíkurtjarnar er slæmt segir í umsögn garðyrkjustjóra borgarinnar vegna tillögu um hreinsun Tjarnarinnar á vefnum Betri Reykjavík. „Ég vil gjarnan að tjörnin verði hreinsuð, en hún hefur verið skítug mjög lengi. Vil að fuglarnir við tjörnina fái hreint vatn svo lífsskilyrði þeirra verði meiri,“ sagði í tillögunni sem 67 einstaklingar lýstu sig fylgjandi. Í umsögn Þórólfs Jónssonar, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, segir að rannsókn á Tjörninni frá árinu 2008 hafi sýnt slæmar niðurstöður varðandi næringarefni og örverur en skárri með tilliti til þungmálma.Stenst ekki markmið og talin í hættu Og í nýrri stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar um vatnasvæði á Íslandi segir að tjörnin í Reykjavík sé dæmi um tjörn á skipulögðu svæði þéttbýlis þar sem mögulegt aðrennslissvæði sé meira eða minna raskað vegna skipulags. „Á heildina litið er ástand Tjarnarinnar slæmt og stenst hún því ekki umhverfismarkmið um gott ástand. Því er Tjörnin flokkuð í hættu,“ segir í skýrslu Umhverfisstofnunar. „Lífræna mengunin var talin vera frá fuglalífi en einnig virtist skólp berast í aðrennsli Tjarnarinnar í Vatnsmýri. Í botnsetinu er einnig nokkuð af þungmálmum, meðal annars blýi, sinki og krómi sem stafar líklega helst af bílaumferð,“ vitnar garðyrkjustjórinn til rannsóknarinnar frá 2008.Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, segir unnið að hreinsun Tjarnarinnar.Stærri mýrarsvæði eru jákvæð Þórólfur segir ljóst að fuglalífið og brauðgjafir munu áfram skila miklu af lífrænum efnum í Tjörnina. „En síðan rannsóknin var gerð hefur farið fram leit að röngum lagnatengingum og töluverður árangur náðst þar. Mýrarsvæði í friðlandinu í Vatnsmýri hafa verið stækkuð sem ætti að hafa hreinsandi áhrif á vatnið,“ segir meðal annars um vatnsbúskapinn í umsögn garðyrkjustjórans. Þá er bent á það í umsögninni að plöntuna síkjamara, sem hafi jákvæð áhrif á hreinleika vatns, hafi ekki verið að finna í Tjörninni 2008. „Gerðar hafa verið tilraunir með að planta henni og verður því haldið áfram. Þá er stefnt að því að ítreka hvatningu til borgarbúa um að minnka brauðgjafir, sérstaklega á vorin og sumrin,“ segir Þórólfur sem ekki leggur til umfangsmiklar framkvæmdir.Slæmt að hreinsa mengað botnsetið „Ekki er talið raunhæft að moka upp botnsetinu, bæði er það mjög dýrt en ekki síður þá myndi upprótið við framkvæmdina hafa mjög neikvæðar afleiðingar.“ Um áðurnefnda tillögu á vefnum betri byggð segir síðan í umsögn garðyrkjustjóra að hreinsun vatnsins hafi verið sinnt og að ýmsar aðgerðir séu í farvatninu. „Tillagan er því óþörf.“ Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
Ástand Reykjavíkurtjarnar er slæmt segir í umsögn garðyrkjustjóra borgarinnar vegna tillögu um hreinsun Tjarnarinnar á vefnum Betri Reykjavík. „Ég vil gjarnan að tjörnin verði hreinsuð, en hún hefur verið skítug mjög lengi. Vil að fuglarnir við tjörnina fái hreint vatn svo lífsskilyrði þeirra verði meiri,“ sagði í tillögunni sem 67 einstaklingar lýstu sig fylgjandi. Í umsögn Þórólfs Jónssonar, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, segir að rannsókn á Tjörninni frá árinu 2008 hafi sýnt slæmar niðurstöður varðandi næringarefni og örverur en skárri með tilliti til þungmálma.Stenst ekki markmið og talin í hættu Og í nýrri stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar um vatnasvæði á Íslandi segir að tjörnin í Reykjavík sé dæmi um tjörn á skipulögðu svæði þéttbýlis þar sem mögulegt aðrennslissvæði sé meira eða minna raskað vegna skipulags. „Á heildina litið er ástand Tjarnarinnar slæmt og stenst hún því ekki umhverfismarkmið um gott ástand. Því er Tjörnin flokkuð í hættu,“ segir í skýrslu Umhverfisstofnunar. „Lífræna mengunin var talin vera frá fuglalífi en einnig virtist skólp berast í aðrennsli Tjarnarinnar í Vatnsmýri. Í botnsetinu er einnig nokkuð af þungmálmum, meðal annars blýi, sinki og krómi sem stafar líklega helst af bílaumferð,“ vitnar garðyrkjustjórinn til rannsóknarinnar frá 2008.Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, segir unnið að hreinsun Tjarnarinnar.Stærri mýrarsvæði eru jákvæð Þórólfur segir ljóst að fuglalífið og brauðgjafir munu áfram skila miklu af lífrænum efnum í Tjörnina. „En síðan rannsóknin var gerð hefur farið fram leit að röngum lagnatengingum og töluverður árangur náðst þar. Mýrarsvæði í friðlandinu í Vatnsmýri hafa verið stækkuð sem ætti að hafa hreinsandi áhrif á vatnið,“ segir meðal annars um vatnsbúskapinn í umsögn garðyrkjustjórans. Þá er bent á það í umsögninni að plöntuna síkjamara, sem hafi jákvæð áhrif á hreinleika vatns, hafi ekki verið að finna í Tjörninni 2008. „Gerðar hafa verið tilraunir með að planta henni og verður því haldið áfram. Þá er stefnt að því að ítreka hvatningu til borgarbúa um að minnka brauðgjafir, sérstaklega á vorin og sumrin,“ segir Þórólfur sem ekki leggur til umfangsmiklar framkvæmdir.Slæmt að hreinsa mengað botnsetið „Ekki er talið raunhæft að moka upp botnsetinu, bæði er það mjög dýrt en ekki síður þá myndi upprótið við framkvæmdina hafa mjög neikvæðar afleiðingar.“ Um áðurnefnda tillögu á vefnum betri byggð segir síðan í umsögn garðyrkjustjóra að hreinsun vatnsins hafi verið sinnt og að ýmsar aðgerðir séu í farvatninu. „Tillagan er því óþörf.“
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira