Heilluðu Google upp úr skónum Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. mars 2014 10:30 Hér eru piltarnir á bak við Blendin í höfuðstöðvum Google. Þeir náðu að gera starfsmenn Google spennta fyrir Blendin-appinu. mynd/einkasafn „Fundurinn gekk ótrúlega vel og fólk var mjög spennt. Þetta endaði með því að við fórum í hádegismat með konu einni og aðstoðarmanni hennar og út frá því kynnti hún okkur fyrir manneskju innan Google. Sú manneskja var í sama teymi og hannaði Google Maps,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin. Ásamt Davíð Erni standa þeir Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson á bak við Blendin. Þeir félagar fluttu fyrir skömmu til San Francisco til að taka hugmyndina um Blendin-appið á næsta stig og kynntu appið á fjárfestingarráðstefnunni Seed Forum sem haldin var í San Francisco. Þeir voru eitt af fjórum fyrirtækjum sem fékk að kynna hugmyndir sínar og starfsemi. „Það er frábært að fá tækifæri til þess að kynna hugmyndina á svona fundi en það er líka rándýrt. Það kostar um 2.500 evrur að halda sjö mínútna kynningu þarna. Við fengum hins vegar að gera þetta á góðum kjörum því við höfðum áður kynnt fyrirtækið á Seed Forum í London.“ Þeir fóru í höfuðstöðvar Google eftir fundinn og hittu þar konu sem var í teymi sem hannaði meðal annars Google Maps. „Þetta er alveg ótrúlegur vinnustaður,“ bætir Davíð Örn við. Hugmyndin að Blendin kviknaði í samkvæmi í Danmörku sumarið 2012. „Þá kom Egill Ásbjarnarson, meðstofnandi Blendin, upp að mér með vandamál. Hann var orðinn þreyttur á því að þurfa að hringja í alla vini sína til þess að fá upplýsingar um hvort sá eða sú væri að fara að skemmta sér. Frá og með þessu kvöldi var ákveðið að slá á þetta og koma með lausn á þessu vandamáli,“ segir Davíð Örn spurður út í upphafið. App þeirra félaga er allt útspekúlerað og hafa þeir unnið að smíði appsins í rúmt ár. „Eftir að við komum hingað út þá höfum hugsað Blendin upp á nýtt og einfaldað það talsvert. Við tókum marga fídusa út því þetta er svo nýtt og ákváðum að byrja frekar einfalt og bæta svo við. Reynslumikið fólk í geiranum ráðlagði okkur að byrja með einfalda útgáfu af appinu,“ segir Davíð Örn. Þeir stefna á að stækka appið smátt og smátt. „Við getum vonandi eftir eitt til tvö ár selt fyrirtækið til stærra fyrirtækis eins og Google eða Facebook en ætlum þó að byrja á að byggja upp aðdáendahóp.“ Stefnt er að því að gefa út einfalda útgáfu af Blendin í lok mars eða byrjun apríl og mun appið aldrei kosta neitt. Nánar um appið á Blendin.is og á fésabókarsíðu þeirra félaga. Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Sjá meira
„Fundurinn gekk ótrúlega vel og fólk var mjög spennt. Þetta endaði með því að við fórum í hádegismat með konu einni og aðstoðarmanni hennar og út frá því kynnti hún okkur fyrir manneskju innan Google. Sú manneskja var í sama teymi og hannaði Google Maps,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin. Ásamt Davíð Erni standa þeir Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson á bak við Blendin. Þeir félagar fluttu fyrir skömmu til San Francisco til að taka hugmyndina um Blendin-appið á næsta stig og kynntu appið á fjárfestingarráðstefnunni Seed Forum sem haldin var í San Francisco. Þeir voru eitt af fjórum fyrirtækjum sem fékk að kynna hugmyndir sínar og starfsemi. „Það er frábært að fá tækifæri til þess að kynna hugmyndina á svona fundi en það er líka rándýrt. Það kostar um 2.500 evrur að halda sjö mínútna kynningu þarna. Við fengum hins vegar að gera þetta á góðum kjörum því við höfðum áður kynnt fyrirtækið á Seed Forum í London.“ Þeir fóru í höfuðstöðvar Google eftir fundinn og hittu þar konu sem var í teymi sem hannaði meðal annars Google Maps. „Þetta er alveg ótrúlegur vinnustaður,“ bætir Davíð Örn við. Hugmyndin að Blendin kviknaði í samkvæmi í Danmörku sumarið 2012. „Þá kom Egill Ásbjarnarson, meðstofnandi Blendin, upp að mér með vandamál. Hann var orðinn þreyttur á því að þurfa að hringja í alla vini sína til þess að fá upplýsingar um hvort sá eða sú væri að fara að skemmta sér. Frá og með þessu kvöldi var ákveðið að slá á þetta og koma með lausn á þessu vandamáli,“ segir Davíð Örn spurður út í upphafið. App þeirra félaga er allt útspekúlerað og hafa þeir unnið að smíði appsins í rúmt ár. „Eftir að við komum hingað út þá höfum hugsað Blendin upp á nýtt og einfaldað það talsvert. Við tókum marga fídusa út því þetta er svo nýtt og ákváðum að byrja frekar einfalt og bæta svo við. Reynslumikið fólk í geiranum ráðlagði okkur að byrja með einfalda útgáfu af appinu,“ segir Davíð Örn. Þeir stefna á að stækka appið smátt og smátt. „Við getum vonandi eftir eitt til tvö ár selt fyrirtækið til stærra fyrirtækis eins og Google eða Facebook en ætlum þó að byrja á að byggja upp aðdáendahóp.“ Stefnt er að því að gefa út einfalda útgáfu af Blendin í lok mars eða byrjun apríl og mun appið aldrei kosta neitt. Nánar um appið á Blendin.is og á fésabókarsíðu þeirra félaga.
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Sjá meira