Lífið

Allir fá aðgang að hátíðinni

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Emilíana Torrini kemur fram á hátíðinni.
Emilíana Torrini kemur fram á hátíðinni. fréttablaðið/arnþór
Íslensku tónlistarverðlaunin fagna 20 ára afmæli í ár og verða haldin í Eldborg í Hörpu föstudaginn 14. mars. Margt af okkar helsta tónlistarfólki mun koma fram, það sem skara þótti fram úr á árinu 2013 verður verðlaunað auk þess sem litið verður yfir farinn veg og saga verðlaunanna skoðuð allt aftur til ársins 1993 með aðstoð umsjónarmanna þáttarins „Árið er“.

Fram koma meðal annars Emilíana Torrini, Hjaltalín, Skálmöld, Mezzoforte, Valdimar Guðmundsson, Egill Ólafsson, Páll Óskar, Rósa Birgitta Ísfeld, Ragnar Bjarnason og Óperan Ragnheiður.

Kynnir verður Vilhelm Anton Jónsson betur þekktur sem Villi Naglbítur.

Íslensku tónlistarverðlaunin eru haldin af hagsmunasamtökum tónlistarinnar undir formerkjum Samtóns.

Í fyrsta skipti í sögu Íslensku tónlistarverðlaunanna gefst almenningi nú færi á að kaupa miða á hátíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×