Nýr Evrópuflokkur tæki mest fylgi frá Sjálfstæðisflokknum Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2014 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn og þeir flokkar á Alþingi sem styðja áframhald viðræðna við Evrópusambandið gætu tapað mestu fylgi ef stofnaður yrði nýr Evrópusinnaður flokkur á hægri væng stjórnmálanna. Slíkur flokkur mælist nú með 21,5 prósenta fylgi. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Evrópusinnaður flokkur til hægri í stjórnmálum mælist með um 20 prósenta fylgi. Hann tæki mest frá Sjálfstæðisflokknum en einnig öðrum flokkum. Samkvæmt könnun Capacents fengi flokkur sem þessi 21,5 prósent atkvæða en 26,5 prósent þeirra sem sögðu líklegt eða öruggt að þau kysu slíkan flokk kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsóknarflokkinn og 15 prósent Bjarta framtíð. Mjög fáir höfðu kosið Vinstri græn eða Pírata. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir þetta ekki endilega koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð að marka sig í stjórnarsamstarfinu með Framsóknarflokknum.Eru þetta þá að þínu mati allt óánægðir Evrópumenn innan Sjálfstæðisflokksins?„Það er erfitt að segja það. Sjálfsagt er kjarninn í þessu óánægðir Evrópumenn. En þetta kann líka að vera almenn óánægja. Þessi óstofnaði flokkur hefur gefið sig út fyrir það að vera flokkur vestrænnar samvinnu og viðskiptafrelsis. Og það kann að vera að þessi stuðningur við flokkinn komi úr báðum áttum,“ segir Gunnar Helgi. Enda virðist þessi flokkur höfða til Evrópusinna sem eftir séu í Sjálfstæðisflokknum en einnig til margra sem áður kusu Samfylkingu, Bjarta framtíð og Framsókn. „Í raun og veru má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu en Samfylkingin og Björt framtíð ekki síður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson. ESB-málið Tengdar fréttir Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30 Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og þeir flokkar á Alþingi sem styðja áframhald viðræðna við Evrópusambandið gætu tapað mestu fylgi ef stofnaður yrði nýr Evrópusinnaður flokkur á hægri væng stjórnmálanna. Slíkur flokkur mælist nú með 21,5 prósenta fylgi. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Evrópusinnaður flokkur til hægri í stjórnmálum mælist með um 20 prósenta fylgi. Hann tæki mest frá Sjálfstæðisflokknum en einnig öðrum flokkum. Samkvæmt könnun Capacents fengi flokkur sem þessi 21,5 prósent atkvæða en 26,5 prósent þeirra sem sögðu líklegt eða öruggt að þau kysu slíkan flokk kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsóknarflokkinn og 15 prósent Bjarta framtíð. Mjög fáir höfðu kosið Vinstri græn eða Pírata. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir þetta ekki endilega koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð að marka sig í stjórnarsamstarfinu með Framsóknarflokknum.Eru þetta þá að þínu mati allt óánægðir Evrópumenn innan Sjálfstæðisflokksins?„Það er erfitt að segja það. Sjálfsagt er kjarninn í þessu óánægðir Evrópumenn. En þetta kann líka að vera almenn óánægja. Þessi óstofnaði flokkur hefur gefið sig út fyrir það að vera flokkur vestrænnar samvinnu og viðskiptafrelsis. Og það kann að vera að þessi stuðningur við flokkinn komi úr báðum áttum,“ segir Gunnar Helgi. Enda virðist þessi flokkur höfða til Evrópusinna sem eftir séu í Sjálfstæðisflokknum en einnig til margra sem áður kusu Samfylkingu, Bjarta framtíð og Framsókn. „Í raun og veru má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu en Samfylkingin og Björt framtíð ekki síður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson.
ESB-málið Tengdar fréttir Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30 Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02
Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30
Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum