Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2014 11:02 vísir/gva Stofnaður hefur verið lokaður, leynilegur hópur á Facebook í þeim tilgangi að hefja undirbúning að stofnun nýs hægri flokks. Raddir hafa verið uppi um að hávær minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefði hugmyndir um að stofna slíkan flokk eftir að ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson stofnaði hópinn í gærkvöldi. Hópurinn ber nafnið Nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi en eitt af þeirra meginstefnumálum er aðild að Evrópusambandinu. „Það er mikil gerjun í gangi og augljóslega mikill vilji til staðar,“ segir Sveinn Andri í samtali við Vísi.Skjáskot af síðu hópsins.Mikil óánægja innan Sjálfstæðisflokksins Sveinn Andri segir mikla óánægju krauma innan Sjálfstæðisflokksins og segir því umtalsverða hættu vera á að flokkurinn klofni út frá málefnalegum grunni. „Ef einhvern tímann væri hætta á því að flokkurinn klofnaði þá held ég að það sé núna. Harka og ósveigjanleiki er nú ríkjandi innan ráðandi afla innan flokksins sem gæti leitt til þess að varanlegur klofningur verði.“ Nauðsynlegt er að fá boð frá meðlimi hópsins til þess að fá inngöngu í hann, en á annað hundrað manns eru nú í hópnum. „Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“Skjáskot af síðu hópsins.Liggur meira í loftinu en annað Vísir bar hugmyndir um nýjan flokk undir Benedikt Jóhannesson, formann Sjálfstæðra Evrópumanna og Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Þeir gáfu lítið fyrir hugmyndir um nýjan flokk. Þeir segja að fólk hafi rætt þetta, eins og oft áður, en einungis á óformlegum nótum. „Þetta liggur meira í loftinu en annað. Fólk hefur vissulega rætt þetta, en hvort eitthvað verði úr þessu get ég ekki svarað til um,“ sagði Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, í samtali við Vísi. MMR stendur fyrir spurningakönnun þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Nafn Þorsteins Pálssonar kemur þar upp. Hann segir könnunina þó hafa verið gerða án sinnar vitundar. „Það er ekkert sem ég get sagt þér um þennan flokk. Ég hef heyrt af þessu en ekki mikið meira en það,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Stofnaður hefur verið lokaður, leynilegur hópur á Facebook í þeim tilgangi að hefja undirbúning að stofnun nýs hægri flokks. Raddir hafa verið uppi um að hávær minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefði hugmyndir um að stofna slíkan flokk eftir að ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson stofnaði hópinn í gærkvöldi. Hópurinn ber nafnið Nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi en eitt af þeirra meginstefnumálum er aðild að Evrópusambandinu. „Það er mikil gerjun í gangi og augljóslega mikill vilji til staðar,“ segir Sveinn Andri í samtali við Vísi.Skjáskot af síðu hópsins.Mikil óánægja innan Sjálfstæðisflokksins Sveinn Andri segir mikla óánægju krauma innan Sjálfstæðisflokksins og segir því umtalsverða hættu vera á að flokkurinn klofni út frá málefnalegum grunni. „Ef einhvern tímann væri hætta á því að flokkurinn klofnaði þá held ég að það sé núna. Harka og ósveigjanleiki er nú ríkjandi innan ráðandi afla innan flokksins sem gæti leitt til þess að varanlegur klofningur verði.“ Nauðsynlegt er að fá boð frá meðlimi hópsins til þess að fá inngöngu í hann, en á annað hundrað manns eru nú í hópnum. „Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“Skjáskot af síðu hópsins.Liggur meira í loftinu en annað Vísir bar hugmyndir um nýjan flokk undir Benedikt Jóhannesson, formann Sjálfstæðra Evrópumanna og Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Þeir gáfu lítið fyrir hugmyndir um nýjan flokk. Þeir segja að fólk hafi rætt þetta, eins og oft áður, en einungis á óformlegum nótum. „Þetta liggur meira í loftinu en annað. Fólk hefur vissulega rætt þetta, en hvort eitthvað verði úr þessu get ég ekki svarað til um,“ sagði Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, í samtali við Vísi. MMR stendur fyrir spurningakönnun þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Nafn Þorsteins Pálssonar kemur þar upp. Hann segir könnunina þó hafa verið gerða án sinnar vitundar. „Það er ekkert sem ég get sagt þér um þennan flokk. Ég hef heyrt af þessu en ekki mikið meira en það,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira